Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 40
ÓÞARFA ÁVANI Eigin viljastyrkur er bezta ráðið til að hætta þessum ljóta ávana. „Það er hægt að losna undan reykinga- ávananum með viljakraftinum einum saman“. Þetta er sú niðurstaða, sem sam- starfsnefndir fyrrverandi reykingamanna hafa komist að á nokkrum fimm daga fundum, sem haldnir hafa verið á hinum Norðurlöndunum og í nokkrum öðrum löndum í Evrópu. Menn geta hætt að reykja án þess að nota til þess neins konar sprautur eða töflur. Það er nóg að beita viljakraftin- um, en hann er hægt að þjálfa upp eins og allt annað. Um 25% þeirra, sem reynt hafa þessa aðferð, hafa vissulega byrjað að reykja aftur, en það er þó glæsilegt að 75% hafa hætt. Það hefur, svo dæmi sé tekið, komið fyrir að menn, sem reykt hafa að staðaldri í allt að 50 ár, hafa getað hætt að reykja með því að beita viljakrafti sín- um einum. Reynt er að hafa áhrif á reykingafólk til að hætta að reykja með því að skýra fyrir því vísindalegar og málefnalegar upplýsingar — en enginn svokallaður hræðsluáróður er í frammi hafður. En hvað er eiginlega átt við með orð- inu hræðsluáróður? Ekki getur það verið að upplýsingar um hættu þá, sem af nikotíninu stafar og gerðar hafa verið lýðum ljósar á síðari árum, séu þar með- taldar. Sá, sem álítur sannleikann framborinn áróður eða jafnvel hræðsluáróður, er áreiðanlega ekki móttækilegur fyrir áhrif sannleikans. Viljakraftur hans er ekki mikill, en öll sjálfsafneitun krefst mikils viljakrafts. (Úr Norsk Idrett) 40 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.