Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 27
norðurþingeyskum unglingum en suður- þingeyskum. Spurningakeppni HSÞ, hin önnur í röðinni, hófst 1969 og var í full- um gangi á siðasta starfsári, en henni lýkur ekki fyrr en seint á þessu ári. Minnzt var 11. alda byggðar norrænna manna i Þingeyjarþingi með skemmtun- um bæði á Laugum og Húsavík og einn- ig á ýmsan annan hátt víðsvegar i hér- aðinu. Eins og undanfarin ár tók HSÞ þátt í bindindismóti í Vaglaskógi um verzlunarmannahelgina ásamt félags- samtökum úr Eyjafjarðarsýslu og Akur- eyri. íþróttir voru mikið stundaðar innan HSÞ og verður nú getið þess helzta: íþróttafólk HSÞ tók þátt í um 120 íþróttamótum og voru þátttakendur í þeim 1388. Alls voru iðkaðar 14 iþrótta- greinar á sambandssvæðinu með 1386 iðkendum. Frjálsiþróttafólk tók þátt í 16 íþróttamótum, 8 innan héraðs og 8 utan héraðs, og voru þáttakendur um 300. Sett voru 24 HSÞ-met þar af 1 ís- landsmet, í langstökki án atrennu 2,64 sett af Kristínu Þorbergsdóttur. Sendir voru um 80 kepepndur á iþróttahátíð ÍSÍ í Reykjavík, ennfremur voru sendir kepp- endur á norðurlandsmeistaramót í frjáls- um iþróttum, unglingakeppni FRÍ og ís- landsmeistaramótin i frjálsum íþróttum auk fleiri móta. Glima er á uppleið á sambandssvæðinu, stunduðu glímuæf- ingar um 50 manns og tóku glímumenn HSÞ þátt i 6 mótum, 4 innan héraðs og 2 utan héraðs. Fyrsta sveitarglíma GLÍ hófst á Húsavík 14. júní og keppti HSÞ við sveit Glímuráðs Reykjavíkur og sigr- aði Stórreykjavík eftir framlengdan leik. Skíðaíþróttin er lítið stunduð nema á Húsavík en þar er mjög mikill áhugi fyrir henni og margir mjög góðir skíðamenn. Tóku Húsvíkingar þátt í um 10 skíðamót- um, m.a. Vetrarhátíð ÍSÍ á Akureyri, Skíðamóti íslands og Unglingaskíðamóti íslands. Knattspyrna er lítið stunduð á sambandssvæðinu nema á Húsavík. Léku Völsungar í II. deild á árinu auk margra annara leikja, og voru leiknir um 50 leik- ir af sambandsfélögum. Handknattleikur er ekkert stundaður nema af Völsungi og léku þeir um 35 leiki og stóðu sig mjög vel. Stúlkur úr Völsungi unnu II. deild innanhúss og leika þær þvi í I. deild á þessu ári. Sund var lítið stundað á sam- bandssvæðinu. Haldið var eitt sundmót á sambandssvæðinu. í fjarveru Arngríms Geirssonar, gjald- kera HSÞ, lagði Eysteinn Sigurðsson fram reikninga HSÞ. Niðurstöðutölur rekstrar- reiknings voru kr. 639.221,10. Helztu tekjuliðir voru: Félagsgjöld kr. 27.390,00, styrkir 107.740,00, íþróttamót og samkom- ur 179.860,00. Helztu gjaldaliðir voru: Kennsla og þjálfun kr. 172.115,00, þátt- taka i mótum kr. 174.194,00, íþróttamót og samkomur kr. 123.265,00. Rekstrar- halli varð kr. 113.135,00. Eignir sambands- ins voru kr. 392.955,00. Stjórn Héraðssambands Suður-Þing- eyinga skipa nú: Óskar Ágústsson, for- maður, Vilhjálmur Pálsson, varaformað- ur, Sigurður Jónsson, ritari, Arngrimur Geirsson, gjaldkeri, og Indriði Ketilsson, meðstjórnandi. Meðal gesta á þinginu var Sigurður Guðmundsson, ritari UMFÍ. Að lokum skal hér getið þriggja til- lagna, er samþykktar voru á þinginu: Aðalfundur HSÞ, haldinn á Húsavík 4. og 5. júní 1971, ályktar í framhaldi af tillögum aðalfundar 1970 eftirfarandi: a) Sambandsþingið lýsir ánægju sinni með starfsemi hinna einstöku ung- mennafélaga við landgræðslu á síðast- liðnu ári, sem var mjög mikil og sam- bandinu til mikils sóma, b) að ung- mennafélög innan HSÞ haldi áfram upp- græðslustarfi frá síðastliðnu ári, c) að ungmennafélögin haldi áfram samstarfi við vegagerðina i sumar við uppgræðslu meðfram vegum, fundurinn bendir á, að æskilegt sé að áburðardreifarar séu not- SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.