Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 13
 sem ég hefði viljað skilja eftir í þínum höndum. — En nú styttast dagamir óð- um — og fækkar . . .“ Nokkur ljóð Bréfi Helga fylgdu nokkur af Ijóðum hans. Um þau segir hann í bréfinu: „Ég sendi þér ásamt bréfi mínu dá- lítinn blaðastranga: „Prentuð handrit“. En það em í raun og veru aðeins hrafl af sundurlausum prófarkablöðum úr Ijóða- bók minni „Á hverfanda hveli“ (Helga- fell 1962), sem er og verður eflaust síð- asta bók mín. Þú finnur þar ef til vill eitthvað, sem þér kann að þykja athyglis- vert. — M. a. er smáljóðið KVEÐJA — íslandi allt — úr bréfi með 50 ára af- mælisósk til landskunns vinar míns og ungmennafélaga. Og 2—3 ljóðin á vett- vangi „17. júní“ eru sprottin af sömu rótinni. Ég var víst aðeins 6 ára, er ég fylgdi fjósamanni á hverju kvöldi í fjósið og botnaði ferskeytlurnar hans, en hann var prýðilegur hagyrðingur, og var talinn skáld vestanhafs." KVEÐJA — Islandi allt — Þótt líði ár, og fenni í flest vor spor, og fyrnist margt, er áður bjó í sinni, sú æska, sem fór eldi um hjörtu vor með ástar-hugsjón — lifir enn í minni. Því hún varð hluti af okkar eigin sál, vor andardráttur, blóðs vors söngva- kliður við hjartans slátt, er hugans bjarta bál nam blossa, er þeirri eldingu laust niður. Vor æsku-hugsjón stælti viljans stál og styrkti þrótt — í gegnum raunir harðar, — vort foldar-eðli tengdi söngva-sál í samhljóm mill himins Guðs og jarðar. Þeir hljómar veita hjörtum dýpstan frið. Þeim hreima-auði allar raddir hneigja. Vor æsku-hugsjón — „sett á lífsins svið“ — mun sífellt lifa. — Hún má aldrei deyja. (1.9. — 1949) Helztu ritverk Helga Valtýssonar: Blýantsmyndir: — Æskuljóð, Hafnarfirði..................1907 Islendsk Lyrikk: — Ljóðaþýðing- ar á norsku, Hafnarfirði . . . 1908 íslenzkir vikivakar og söngleikir: Reykjavík.......................1927 Væringjar, smásögur:, Akureyri . 1936 Söguþættir Landpóstanna: I.—II., Ákureyri........................1942 Á hreindýraslóðum: — 4 þættir, Akureyri........................1945 Á Dælamýrum og aðrar sögur, Akureyri........................1947 „Aldrei gleymist Austurland“: — Austfirzkt ljóðasafn, Akureyri . 1949 Söguþættir Landpóstanna: III., Ákureyri........................1951 Jónsmessunótt: Ævintýrasjónleik- ur, Akureyri....................1951 Álasund: vinabær Akureyrar (Kynning).......................1951 Þegar Kóngsbænadagurhm týndist o. a. sögur.....................1954 Á hverfanda hveli: Ljóð á þremur tungum..........................1962 Áður í æsku erlendis: (Þýtt á norsku) Gestur Pálsson: — 2—3 smásögur. Einar H. Kvaran: Vonir, Litlihvammur. Séra Jónas á Hrafnagili: Randíður á Hvassafelli . Dr. Björn B. Viðfirðingur: (Doktorsrit- gerð hans): íþróttir fornmanna. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.