Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 10
Guömunda Guðmundsdóttir, HSK. inn kostur á beztu aðstöðu sem völ er á til að njóta þess sem fram fer. Sund- fólkið á að sýna, hvað í því býr, og vinna þau afrek sem það keppir að, því nú fær það fullkomnustu aðstöðu, sem til er. Það er líka trú mín, að öll núver- andi landsmótsmet heyri sögunni til eftir 11. júlí í sumar. Við skulum nú aðeins huga að sund- íþróttinni, en öflugustu félögin og sam- böndin í sundinu eru HSK, UMFK og UMSS. Þessir aðilar hafa verið, og í þeirri röð sem ég nefndi þau, í sérflokki á und- anförnum landsmótum, en fast á eftir hafa svo fylgt HSÞ, HSH og HSS og á síðasta landsmóti Umf. Skipaskagi, sem nú ógnar veldi hinna grónu félaga í þess- ari grein. Umf Skipaskagi mun eflaust skipa sér í eitt af þrem efstu sætum í stigakeppni sundmótsins með hinn frábæra einstakl- ing Guðjón Guðmundsson. Hann er nú í toppþjálfun og er í algerum sérflokki í bringusundinu með árangur í greininni á Evrópumælikvarða. Landsmótsmet hans í 200 m. bringusundi 2:47,3 mín., sett á Eiðum 1968, má svo sannarlega biðja fyrir sér á Sauðárkróki 1971. Ef hið ágæta sundfólk frá Akranesi fylkir liði með Guðjóni má búast við óvæntum úrslitum, og þá ekki hvað sízt í kvennagreinunum. UMFK er til alls víst á þessu sundmóti, það stendur á gömlum merg. Allir muna eftir þeim nöfnum Ingu Helen og Ingu Árnadóttur og kempunum Pétri Hannes- syni, Herði Finnssyni, Guðmundi Sig- urðssyni, að ógleymdum Davíð Valgarðs- syni, fjórföldum meistara frá Laugarvatni 1965. Allt þetta fólk, ásamt mörgum öðr- um, bar hróður Keflavíkur í sundi um land allt og á landsmótum um áraraðir. Nú er kominn upp hópur yngri og efni- legra sundmanna og kvenna og verður spennandi að fylgjast með árangri þess á komandi sundmóti. HSK ver nú í þriðja sinn titil sinn sem stighæsta sambandið á sundmóti lands- mótsins. Enginn vafi er á, að það hefur fullan hug á að halda þeim titli og selja sig dýrt hverjum þeim, sem tekst að ná honum. HSK hefur mjög mörgum jafngóðum einstaklingum á að skipa, sem raða munu sér á tvö til þrjú af sex efstu sætunum í þeim sundgreinum, sem keppt er í. Hæst ber þar Guðmundu Guðmundsdóttur, Birgir Guðjónsson, UMSS. .. - 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.