Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 21
ara á sínum vegum, Þorstein Kristjáns- son, og hefur hann farið víða og kennt á glímunámskeiðum með góðum árangri. Hins vegar skortir tilfinnanlega þjálfara víða um land, ekki sízt vegna þess, að almennir íþróttakennarar leggja yfirleitt enga áherzlu á glímukennslu. — Fer giímuáhugi vaxandi? — Það eru dálitlar sveiflur í þessu eins og öðrum íþróttum, og núna er tæp- lega eins mikill áhugi og var fyrir tveim- ur til þremur árum. Ymislegt sækir þó stöðugt fram á við. Glímulag hefur stór- batnað þegar á heildina er litið. Það er líka ánægjulegt, að glíman hefur á síð- ustu árum hafið nýtt landnám í lands- hlutum, þar sem hún hafði lengi legið nær gjörsamlega niðri. Á Austurlandi eru margir ungir og efnilegir glímumenn, og er það fyrst og fremst að þakka Aðal- steini Eiríkssyni á Reyðarfirði, sem hefur þjálfað glímumenn og byggt upp starfið af miklum dugnaði þar eystra. í Þing- eyjarsýslu eru líka komnir upp mjög góð- ir glímumenn, aðallega í Mývatnssveit og í Reykjadal, og er þar Haraldur Jónsson, Jaðri, aðaldriffjöðrin. — Hvaða verkefni • eru helzt fram undan? — Ég álít að biýnasta verkefnið sé að gera íþróttalega úttekt á glímunni sem íþrótt. Lífeðlisfræðilegar og þjálfunar- fræðilegar rannsóknir eru undirstaða framfaranna í hinum alþjóðlegu íþrótta- greinum, en glíman hefur orðið afskipt að þessu leyti. Okkur vantar slíka rann- sókn, og á niðurstöðunni verður að byggja beinlínis vísindalega þjálfun eins og í mörgum öðrum íþróttagreinum. Vejle-mótib 1970 Árið 1961 fóru sigurvegarar Lands- mótsins að Laugum til Vejle í Danmörku. íslendingar sigruðu þar ungmennafélaga frá hinum Norðurlöndunum í frjáls- íþróttakeppni. 40—60 keppendur voru í hverri grein. íslendingar áttu keppendur í úrslitum í nær öllum greinum á Vejle- íþróttaleikvangi. Margir hlutu verðlauna- sæti og sigra. íslendingar sigruðu í karla- keppni og konurnar urðu í öðru sæti. í samanlagðri stigakeppni sigruðu íslend- ingar. Glímusýning þriggja fslendinga, Ár- manns Lárussonar, Þóris Sigurðssonar og Garðars Erlendssonar fór fram í hátíðar- dagskrá að kvöldi eins mótsdagsins. Sér- staka athygli vakti glíma þeirra Þóris og Ármanns. 20—30 þúsund áhorfendur horfðu á úrslitakeppnina og hátíðardag- skrána og meðal þeirra var Friðrik 9. Danakonungur. íslenzki hópurinn heim- sótti Sönderborg, þar sem Jón Þorsteins- son íþróttakennari starfar, og skoðaði hin glæsilegu íþróttamannvirki íþróttaskólans þar. í Kaupmannahöfn var keppt á einu stónnóti á heimleiðinni. Fararstjórar voru þeir Stefán Ól. Jónsson, Sigurður Helga- son, Þórir Þorgeirsson og Skúli Þorsteins- son, og eiga þeir þakkir skildar fyrir ágæta fararstjórn. Ólafur Unnsteinsson. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.