Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.06.1971, Blaðsíða 35
U S Ú - íþróttaf ólk Frjálsíþróttafólk í Austur-Skaftafells- sýslu hefur tekið miklum framförum að undanförnu, og ber þar hæst nafn Hall- dóru Ingólfsdóttur, sem var efst á afreka- skrá landsins í kúluvarpi kvenna 1970. Guðmundur Jóhannesson, hinn kunni stangarstökkvari frá HSH er þjálfari hjá Ungmennasambandinu Ulfljóti í A-Skaft. Þrír úr hópi USÚ kepptu á 17. júní-mót- inu í Reykjavík í ár með ágætum árangri. Þau sjást á myndinni að ofan, talið frá vinstri: Skarphéðinn Larsen (3. í stangar- stökki, 3,50 m.), Guðrún Ingólfsdóttir (2. í kúluvarpi, 8,99 og 4. í kringlukasti), Guðmundur Jóhannesson og Halldóra Ingólfsdóttir (sigraði í kúluvarpi, 9,88 og varð 3. í kringlukasti.) (Ljósm. Sig. Geirdal.) KENNSLA í STARFSÍ ÞRÓTTUM Bryndís Steinþórsdóttir Bryndís Steinþórsdóttir húsmæðra- kennari hefur ferðast víða um landið i vor og leiðbeint stúlkum í starfsíþróttum á vegum UMFÍ. Bryndís hefur heimsótt eftirtalin sambönd: UMSB, USAH, UMSS, UMSE, HSÞ, UNÞ, USÚ, HSK og UMSK. Hefur hún dvalið 2—3 daga á hverjum stað eftir því, hversu þátttak- endur hafa verið margir. Undirbúningur aðila heimafyrir hefur víðast hvar verið góður og áhugi ágætur. Þess er að vænta að þátttaka í starfsíþróttum kvenna á landsmótinu verði með mesta móti, og Ijóst er að fleiri aðilar en áður senda þátttakendur í þessar greinar. Bryndís ferðaðist einnig um og leið- beindi fyrir landsmótið 1968, og hún hef- ur verið dómari á tveim síðustu lands- mótum. í stuttu viðtali við Skinfaxa sagðist Bryndís vera ánægð með þann áhuga, sem væri á starfsíþróttunum. Sérstaklega kvað hún athyglisvert framtak Borgfirð- inga, sem hafa tekið starfsíþróttirnar á dagskrá í skólastarfinu í héraðinu. SKINFAXI 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.