Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1972, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.12.1972, Qupperneq 11
ÚR LEÐJUNNI Á GERVIGRAS Uppsporaðir og sundurtættir grasvellir eru sífellt vandamál knattspymunnar. Hvergi er þetta eins slæmt og í norðlæg- um löndum þar sem umhleypingasöm veðrátta ríkir. Nú eru horfur á því að gervigrasfletir leysi gömlu, útvöðnu grasvellina af hólmi. í Bretlandi og þýzkalandi er knatt- spyma á dagskrá alla vetrarmánuðina. Oft eru aðstæðurnar þannig að knatt- spyrnumennimir verða að vaða leðjuna í ökkla meðan á keppni stendur, og vell- irnir eru stórskemmdir á eftir. Slíkar aðstæður draga líka úr aðsókn að kapp- leikjunum, og útkoman verður fjárhags- legt tap. Hér á Islandi eru aðstæðurnar ennþá verri, enda jarðvegur annar og svörðurinn viðkvæmari, þannig að gras- vellir eru jafnvel ónothæfir um hásum- arið þegar votviðrasamt er. Það er samt í Bandaríkjunum sem mest hefur verið unnið að því að endurbæta og framleiða gervigrasvelli fyrir úti- knattleiki. Hin evrópska knattspyma er að vísu ekki svo mjög á dagskrá þar held- ur svokallaður „american football", en í í forgrunni myndar- innar er venjulegur grasvöllur, útvaðinn og ónothæfur að vetrar- lagi, en fjær sést nýi gervigrasvöllurinn í Is- lington sem getið er um i greininni. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.