Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1972, Síða 14

Skinfaxi - 01.12.1972, Síða 14
HÉRAÐSSAMBAND SNÆFELLS- OG HNAPPADALSSÝSLU 50 ÁRA í nýútkomnu afmælisriti HSH segir svo um tildrögin að stofnun sambands- ins: „Héraðssamband ungmennafélaga í Snæfellsness- og Hnappadalssýsiu var stofnað 24. sept. 1922 í samkomuhúsinu að Fáskrúðarbakka í Miklaholtshreppi og er því fimmtíu ára á þessu ári. Tildrög stofnunarinnar voru þau, að fjórðungs- samböndín voru lögð niður um og eftir 1920, og á síðasta fjórðungsþingi Vest- firðingafjórðungs voru gerðar ráðstafan- ir til að stofnuð væru héraðssambönd, þar sem þau voru ekki til staðar, og mun það hafa verið þetta fjórðungsþing, sem skipaði þrjá menn hér í héraði vorið 1922 til að undirbúa og vinna að stofnun hér- aðssambands, er næði yfir Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Þessir þrír menn voru: Guðmundur Illugason, þá í Yztu- Görðum, Sveinbjöm Jónsson, Snorrastöð- um og Bragi Jónsson, þá í Hofgörðum.“ Á stofnfundinum voru svo þessir sömu menn kosnir í fyrstu stjórn héraðssam- bandsins. Núverandi stjórn HSH skipa: Jón Pét- ursson formaður, Magndís Alexanders- dóttir gjaldkeri, Jóhann Lárusson ritari, Vilhjálmur Pétursson meðstjórnandi og Þórður Gíslason meðstjórnandi. I HSH eru þessi félög: Umf. Staðarsveitar, stofnað 1912 Umf. Eldborg, Kolbeinsstaðahr., 1915 Umf. Helgafell, Helgafellssveit, 1919 Umf. Trausti, Breiðuvíkurhreppi, 1925 Umf. Þröstur, Skógaströnd, 1927 Umf. Víkingur, Ólafsvík, 1928 Umf. Reynir, Hellissandi, 1932 Umf. Grundfirðinga, 1933 Umf. Árroðinn, Eyjahreppi, 1936. íþrf. Miklaholtshrepps, 1937 Umf. Snæfell, Stykkishólmi, 1938 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.