Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1972, Page 21

Skinfaxi - 01.12.1972, Page 21
NÆSTA LANDSMÓT I UNDIRBÚNINGI Rætt við Vilhjálm Einarsson, formann UMSB í tilefni sextugsafmælis Ungmenna- sambands Borgarfjarðar átti Skinfaxi stutt samtal við formann UMSB, Vil- hjálm Einarsson skólastjóra í Reykholti. — Hafið þið gert ykkur dagamun í tilefni afmælisins. — Já, afmælisins var sérstaklega minnzt með hófi að Logalandi hinn 28. apríl í vor. Þar hittust eldri og yngri ung- mennafélagar úr héraðinu og rifjuðu upp sögu sambandsins og sameiginlegar end- urminningar. Þá gaf sambandið út af- mælisrit undir umsjón Jóns A. Guð- mundssonar. I ritinu er sérstaklega rak- Vilhjálmur Einarsson. inn annáll síðustu tíu ára í sögu UMSB, en í afmælisriti fyrir tíu árum var rakin saga fyrstu 50 áranna. — Hvernig er stjórn sambandsins skipulögð? — UMSB hefur 5 manna stjórn. Að hinum ýmsu málaflokkum starfa svo sér- stakar nefndir, svo sem frjálsíþrótta- nefnd, handknattleiksnefnd, knattspyrnu- nefnd, körfuknattleiksnefnd, badminton- nefnd, trimmnefnd, starfsíþróttanefnd, Myndin er frá „Vorleikjunum" að Leirárskóla fyrir nokkrum árum, en það er f jölmennt iþróttamót ungl- inga, þar sem keppt er í aldursflokkum. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.