Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1972, Page 25

Skinfaxi - 01.12.1972, Page 25
um dæmalausa óvirðingu. Hokkílið tók við silfurverðlaunum með ólund og skrípalátum. Bæði þessi silfurlið töldu sig fyrirfram sjálfkjörin gulllið og risu ekki undir ósigri. Silfurmaður í stangarstökki neitaði að taka í hönd sigurvegarans. Sem sagt: úr því að ég sigraði ekki, er mér fjandans sama um þetta allt saman og ber enga virðingu fyrir því. Ekkert nema sigur nægir mér. Þarna er ljóslif- andi ávöxtur stórveldamikilmennsku og þjóðarrembings. Annað og alvarlegra stig jjessarar öf- ugþróunar eru svo pólitísk ofbeldisverk og manndráp, sem færð eru inn á hinn mikla auglýsingavettvang Olympíuleik- anna, en það er ekki hlutverk þessarar greinar að fjalla um það, enda öllum kunnugt. Ýmsar tillögur hafa komið fram í því skyni að bæta úr þessu ófremdarástandi. Það sem liggur í augum uppi og sjálf- sagt virðist vera að breyta, er verðlauna- kapphlaupið. Það verður skilyrðislaust að hætta hinni umfangsmiklu verðlauna- afhendingu, þar sem dekrað er við fár- Guðjón Guðmundsson stóð sig með miklum ágætum á olympiuleik- unum og setti Norðurlandamet 1 200 m. bringusundi — 2:32,4 mín. ánlegan þjóðarrembing í ójöfnum leik. Stórveldin hafa alltaf vinninginn þegar á heildina er litið. Fánar þeirra eru látnir drottna yfir hinum og þjóðsöngvar þeirra eru blásnir í síbylju yfir hinum smáu sem hirða molana. Þessar væmnu verðlauna- athafnir eiga ekkert skylt við heilbrigðan þjóðarmetnað og eru auk þess gjörsam- lega óþarfar frá sjónarmiði íþróttanna. Þáttur Islands Þátttakendur Islands á Olympíuleik- unum hafa aldrei verið jafnmargir og Bjarní Stefánsson varð 4. i sínum riðli i und- anrásum 400 m. hlaups- ins á nýju íslands- meti — 46,76 sek. Það nægði honum til að komast i milliriðil, þar sem hann varð 6. — Myndin sýnir Bjarna í keppninni á olympiu- leikumun. SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.