Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1985, Side 5

Skinfaxi - 01.04.1985, Side 5
Ingimar J. Kristjánsson Umí. Gretti 8 ára Ertu búinn að stunda sund lengi? Já, svolítið. Hefurðu keppt mikið? Já, á fimm mótum, og ég á tvö brons og eitt gull. Hvað vannstu mikið í dag? Bara eitt brons í 50 m. bringu- sundi. Hvert er uppáhalds sundið þitt? Bringusund, en ég keppi líka í skriðsundi. Ég lærði að sunda þegar ég var 7 ára. Er góð laug heima hjá þér á Flateyri? Já! hún er svipuð og hérna. Æfirðu oft í viku? Ég æfi sund tvisvar í viku. Svo er ég líka í fótbolta, og keppi um Umf. Gretti. Þekkir þú blaðið Skinfaxa? Nei, aldrei séð það. Ætlarðu að æfa sund áfram? Já, og reyna að verða góður. Sund er heilsubót Hvert er uppáhalds sundið þitt? Skriðsund er lang skemmtileg- ast. Ertu búinn að fá marga verð- launapeninga? Já! og svo vann ég einn í dag í skriðsundi, fékk brons. En áttu engan gullpening? Jú, ég held að þeir séu tíu. Ertu líka í fótbolta? Nei, bara í sundi. Ætlarðu að œfa sund áfram? Já. Hvað ætlar þú nú að verða er þú verður eldri? Leikari eins og Halli og Laddi. Kannast þú við Skinfaxa? Nei! Kemur mynd af mér í því næst? Já. Anna K. Gunnarsdóttii Umí. Gretti 9 ára. Hvenær byrjaðir þú að œfa sund? Þegar ég var 7 ára. Hvað æfir þú oft í viku? Þrisvar. Hvert er uppáhalds sundið þitt? Flugsund er skemmtilegast. Erna Jónsdóttii UMFB 9 ára Hefurðu æft sund lengi? Síðan ég var 7 ára. Hvert er uppáhalds sundið þitt? Bringusund og skriðsund eru lang skemmtilegust. Hefurðu unnið til verðlauna? Já, ég á 10 verðlaunapeninga, 6 gull, 3 silfur og 1 brons. Fékkstu einhver í dag? Já, eitt gull. Ertu í fleiri íþróttum? Nei, bara í sundi. Ætlarðu að halda því áfram? Já. Þekkir þú Skinfaxa? Nei. Benedikt Sigurósson UMFB 10 ára Ertþú búinn að æfasund lengi? í eitt ár. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.