Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1985, Page 9

Skinfaxi - 01.04.1985, Page 9
Ei ísland seglbretta land? Þessi íþrótt er mjög ung hér á landi og ekki margir sem stunda hana enn sem komið er, en á ef- laust eftir að verða vinsæl og út- breidd. Því allar aðstæður hér á landi eru hinar bestu til að stunda þessa íþrótt, nægur sjór eða vötn og ekki þarf að kvarta yfir að vind vanti. Upphaf þessarar íþróttar hér á landi má að miklu leyti rekja til þess að hingað kom Austurríkismaður að nafni Rudi Knapp árið 1983 til að kenna á skíði í Bláfjöllum. Hann hafði seglbretti með sér og skrapp þeg- ar hann hafði tíma til og æfði sig. Upp úr því fór áhugi manna hér að vakna til að prófa þessa íþrótt. Er talið að nú séu um 70 seglbretti Svoncr á aö gera þetta. til víðsvegar um landið. Stofn- kostnaður við þessa íþrótt er um 37.000 kr. þ.e. seglbretti og þurr- búningur, og er þá átt við mjög góðan útbúnað, en eflaust er hægt að fá eitthvað ódýrara. Margir óttast að það sé of kalt hér til að stunda þessa íþrótt, en sá ótti er ástæðulaus þar sem þurr- gallinn er það hlýr og þéttur. Sem sagt ný og spennandi íþrótt sem vert er að prófa. Hér á eftir er skrá yfir öll mót sumarsins. 19. maí 25. mai 15. júní 6. júlí 27. júlí 3.-5. ág. 16.-18. ág. 5. okt. Brettam. Seltj.nesi Brettam. Akureyri Brettam. Fossv. Brettam. Hafnarfj. Brettam. Akureyr. Brettam. Laugarv. Brettam. Akureyr. Brettam. Fossv. LEIKLIST Leikhópurinn. Leikdeild Umf. Möðruvalla- sóknar hefur sýnt gamanleikinn „Morgunverður í rúmið“ að und- anförnu, alls 12 sinnum. Átta sýn- ingar voru í félagsheimilinu Freyjulundi Arnarneshreppi, tvær sýningar annars staðar í Eyjafirði og tvær í S-Þingeyjar- sýslu. Aðsókn var oftast góð og leiknum var hvarvetna vel tekið. Leikstjóri var Ari. H. Jósavins- son og Þráinn Karlsson aðstoðaði við uppsetningu leiksins. Leikendur taldir f.v. fremri röð: Brynjar Ragnarsson, Ásta Ferd- inandsdóttir, Hafdís Bjarnadótt- ir, Eygló Jóhannesdóttir og Jósa- vin Arason. Aftari röð f.v.: Hauk- ur Steinbergsson hvíslari, Árni Magnússon, Pétur Þórarinsson, Jónas Bjarnason og Ragnar Brynjarsson. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.