Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1985, Page 13

Skinfaxi - 01.04.1985, Page 13
Landsmót 1987 Hinn 7. febrúar s.l. héldu þeir Pálmi Gíslason, Þóroddur Jóhannsson og Sigurður Geirdal frá UMFÍ, fund með forustu- mönnum HSÞ og fleirum í sam- bandi við undirbúning 19. Lands- mót UMFI, sem haldið verður á Húsavík árið 1987. Hér á myndinni sjást nokkrir fundarmenn virða fyrir sér upp- drátt af væntanlegu mótssvæði. Taldir f.v. Bjarni Þór bæjartækni- fræðingur, Vilhjálmur Pálsson, Kristján Yngvason, Arngrímur Geirsson, Þormóður Ásvaldsson, Sigurður Geirdal og Pálmi Gísla- son. Hluti fundarmanna djúpt hugsi. Aímœli H.S.S. Á síðasta ári varð H.S.S. fjöru- tíu ára og samdi Ingimundur Ingi- marsson á Svanshóli ljóð að því tilefni. Hann sendi Skinfaxa ljóð- ið með þeirri ósk að það yrði birt í blaðinu. Var það meira en velkomið að birta það og er ljóðið hér fyrir neðan. Einnig sendi Ingimundur grein um glímuiðkun sem einnig er hér í blaðinu. Skinfaxi þakkar Ingimundi kærlega fyrir sending- una og vonast til að heyra meira frá honum. Héraðssamband Strandamanna (H.S.S.) 40 ára 19. nóv. 1984. Flutt í afmælishófinu. Fertugum reynist oft framtíðin björt og fátt sem að skyldi hræðast því samhugur styrkist svo undra ört og ástæðulaust að mæðast. Upp, upp skal merkið, og óskum þess að auðnan þér fylgi H.S.S. Styðjum hvern þann er kýs sér að kroppinn þjálfa og æfa, manndóminn auka meira en það sem meðal afrekum hæfa. í heilbrigðum líkama hraust er sál. Hver einn skilur það einfalda mál. Þótt nepji stundum og næði kalt við njótum oft friðsæld og hlýju. Munum kjörorðið: „ísland allt“, og eflum í framkvæmd að nýju. Föðurland virðum og móðurmál, magnist sú eigind í hverri sál. Ingimundur á Svanshóli. Veistu svariö? (svöx) 1. Barn náttúrunnar (kom út þeg- ar hann var 17 ára). 2. Árið 1662 (Kópavogssamning- urinn). 3. Hvannadalshnjúkur. 4. Thomas Alfa Edison. 5. Í Kína (um 70% eru taldir tala það). 6. Demantsbrúðkaup. 7. Músarindill. 8. Risafura (Mammúttré). 9. NÍ1 (6.689 km.). 10. Dökkur — svartur. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.