Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1989, Blaðsíða 10
Knattspyrna Útskýring á stigaútreikningi Skinfaxalista í töflunni hér að ai’tan er aðeins tekið tíllit lii þeirra liða sem hafa yngri flokka í fslandsmóti (önnur mót eru ekki tekin inn í þessa töflu) svo og félög sem hafa lið í 1. 2. og 3. deild. Forsendumar eru þær að lið í deildakeppni fá stig eftir frammistöðu í fslandsmótí ársins áður. Þannig fær 3. lið í 1. deild 3 stig, 3, lið í 2. deild for 13 stig (þ.e. 13. besta lið á landinu). 9.liðí I.deildfær 11 stigenefsta lið í annarri deild fær 9 stig. (Því færri stig, því betra.) I yngri flokkum telst A riðill samsvara 1. deild í meistaraflokki. B riðill er þá 2. deild og svo fraravegis. Landsbyggðarriðlamir eru undantekningfráþessarireglu. Norðurlandsríðill telst vera 2. deildarstyrkleiki en aðrir landsbyggðarriðlar 3. deildar- styrkleiki. Fjögur efstu sætin í úrslitum hafa meira vægi heldur en úrslit í riðlum ef það hækkar viðkomandi félög. Sigurlið f B riðli getur því fengið 1 til 4 stig ef það verður meðal fjögurra efstu liða í úrslítum fslandsmótsins. Guðni Bergsson, hinn geysisterki varnarmaður Valsmanna er ekki lengur í varnarmúr Hlíðarendaliðsins. Valsmenn hafa fengið mikinn liðsstyrk íþeim Heimi Karlssyni og Lárusi Guðmundssyni en engan af sama styrkleika og Guðni í vörnina. DV mynd, e.j. yngri flokkum kvenna (2. og 3.fl). Sú staðreynd að meistaraflokkur KR lenti í 4. sæti Islandsmótsins í fyrra þótti mjög vont mál. Nú eru að verða kynslóðaskipti í meistara- flokknum og þá er spumingin þessi: Hafa strákarnir og forystumennirnir þolinmæði til að bíða eftir að þeir blómstri? Það má t.d. spyrja hvort þeir hefðu í raun og veru gott af því að verða Islandsmeistarar á næsta ári? Það er ekki óeðlilegt að segja sem svo að ungu mennimir sem eru að koma upp í meistaraflokk karla þurfi tíma til að venjast þeirri keppni. 2. og 3. sætið Fram og Valur eru með mjög sterk lið í meistaraflokki. Fram var í efsta sæti Skinfaxalistans í fyrra. Þessi félög hafa í ár og á síðasta ári verið að fá menn erlendis frá og úr öðrum liðum. Nefna má Sævar Jónsson, Tryggva Gunnarsson, Atla Eðvaldsson, Ragnar Margeirsson, Pétur Arnþórsson og Kristján Jónsson. Einnig Ormar Örlygsson og Birki Kristinsson að norðan. Stein Steinsson og Pétur Ormslev. Þetta eru menn með reynslu sem skapa Litli markakóngur KR. Andri Sigþórsson hlaut þennan titil ífyrra. Hann skoraði flest mörk leikmanna í 5. og ó.flokki. Lék þá með háðum flokkum. KR mynd. 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.