Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1989, Qupperneq 12

Skinfaxi - 01.04.1989, Qupperneq 12
Knattspyrna Frá Tommamótinu í Vestmannaeyjum á síðastasumri. Það er Eiður Smári Guðjohnsen, sonur Arnórs, sem hér hefur leikið á markmann Valsmanna og skorar í autt markið. Tommamótið er ekki síður en íslandsmótið mikilvœgtfyrir hin yngstu . DV mynd. festu og stöðugleika sem lið þurfa að hafa í topp- baráttunni. Fram stendur í raun vel að vígi á listanum. Þeir unnu Islandsmótið í meistara- flokki, voru í 2. sæti í 3. flokki (1. sæti í A riðli) á Islandsmótinu. Þáurðuþeir í 2. sæti í 4. flokki. Það dregur þá hins vegar niður í stigum á listanum að 2. flokkur félagsins féll um deild og 5. flokkur varð í 7. sæti á íslandsmótinu. Nokkra athygli vekur slæmur árangur 2. flokks. Ein skýring er ef til vill reynsluleysi, líkt og hjá 3. flokki KRinga. Flestir drengjanna voru á 1. ári af þremur í 2. flokki. Þessir sömu drengir urðu hins vegar Islandsmeistarar árið á undan (’87), þá í 3. flokki. Það verður því spennandi að fylgjast með þessum efnilega flokki í sumar. Valur átti 3 flokka af 5 í efstu sætum riðlanna á Islandsmótinu og meistara- Pétur Arnþórsson, Fram, í baráttu við Sigurð Björgvinsson, IBK, á Islandsmótinu í fyrra. flokkurinnerBikamieistari. 2. flokkur félagsins lenti í 2. sæti Islandsmótsins og eru margir á því að þessir drengir hreppi Islands- meistaratitilinn í ár. 3. flokkurinn lenti í 4. sæti (í sínum riðli) og4. flokkurinn í 8. sæti í sínum riðli. 5. flokkurinn lenti síðan í 5. sæti í Islandsmótinu (3. sæti í sínum riðli). Þessi staða sýnir vissan stöðugleika hjá félaginu, árangur er nokkuð jafn þegar á heildina er litið. Meistaraflokkur Valsfékk í fyrra mikinn liðsstyrk með þeim Atla Eðvalds og Sævari Jóns. Nú hafa þeir hins vegar misst lykilmann, Guðna Bergsson, auk þess sjá þeir á eftir Hilmari Sighvatssyni og Tryggva Gunnarssyni. Þettajafnast kannski upp á þeim Heimi Karlssyni og Lárusi Guðmundssyni. Þarna eru hins vegar miklar breyt- ingar og sumarið verður forvitnilegt. Spurningin 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.