Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1989, Page 14

Skinfaxi - 01.04.1989, Page 14
Knattspyrna Skagamenn tryggðu sér UEFA sceti á íslandsmótinu ífyrra. Hér er Alexander Högnason, IA, í baráttu við Tyrki! sem stóð sig vel. Þeir hífa KS upp fyrst og fremst. Nú þurfa Sigl- firðingar fyrst og fremst að stefna að stöðugleika í sínum málum. ReykjavíkurfélagiðÞrótturfellurúr 15. sæti '87 í 21. sæti '88. Þróttur geldur þess meðal annars að fækkað hefur í hverfinu af ungu fólki, stjórnin hefur ekki verið nægilega þróttmikil til að mæta þessari þróun. Þá kom það mjög á óvart að stjórnin dró 2. flokk félagsins út úr öllum mótum á komandi sumri. Afleiðingarnargætu orðið þær að ungir og efnilegir leikmenn yfirgefi félagið. Þar með myndast gat í þróun félagslegs starfs. Þróttarar hugsa sér áreiðanlega að snúa vöm í sókn og félag á slfku þéttbýlissvæði hefur alla möguleika á að ná sér á skrið. En það þarf tíma og öflugt starf. Skoðum starfið í heild Annað félag sem hrapar á Skinfaxalistanum er Afturelding sem fer úr 21. sæti í það 27. Fyrst og fremst er það vegna þess að einn flokkur, annar flokkurinn, er dreginn úr keppni á síðasta sumri. Nú þarf það ekki endilega að þýða að starfið hjá Aftureldingu sé á niðurleið. Því til staðfestingar getum við skoðað listann og heildarstigaþróunina frá 1985. Þar sést að Afturelding hefur verið á hægri uppleið. Þetta undirstrikar þá meginhugmynd með þessum lista að það verður að skoða heildarþróunina. Ekki aðeins hvar meistaraflokkurinn er staddur á einhverjum lista heldur alla llokka. Ekki aðeins síðasta ár heldur heildaryfirlit síðustu ára og þá þróun sem þar hefur átt sér stað. Njarðvíkingar niður á við? Því til staðfestingar skal bent á Njarðvíkinga. Ef litið er á heildarútreikning stiga frá fyrri árum sést að þeir hafa verið að færast niður töfluna hægt og hægt. Á síðasta ári draga þeir síðan alla yngri flokka nema 5. flokk út úr keppni á Islandsmóti. Þeirfallaþví úr30. sæti Í46. sæti. En hvað má finna á bak við þessar staðreyndir. Jú, Njarðvíkingar eru með nokkur bestu lið landsins í körfuknattleik. Straumurinn hefur þvílegiðíkörfuna. Aðrargreinar,þar á meðal knattspyrnan, hafa liðið fyrir þessajákvæðu þróun. Sem mótvægi við Njarðvíkurtíðindi má benda á stökk tiltölulega lítils félags eins og Hugins á Seyðisfirði. Sumarið ’87 voru þeirekki með 2. og 3. flokk. Á síðasta sumri bættu þeir við 3. flokki, 4. flokks drengir gengu upp. Þar að auki bætti meistaraflokkurinn sig. Huginn hækkar sig því um 10 sæti. Þetta félag er dæmigert fyrir mjög mörg félög út um landið með það hversu viðkvæmt það er fyrir skakkaföllum. Þeir hafa ekki upp á marga að hlaupa með að fylla í lið. Brottflutningur þriggjatil fimm fjölskyldnaátveimur árum af stað eins og Seyðisfirði gæti því haft gífurlega mikið um það að segja með það hvernig knattspyrnudeild (eða aðrar deildir) félagsins standa sig á landsmælikvarða. 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.