Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1989, Síða 17

Skinfaxi - 01.04.1989, Síða 17
Knattspyrna Vamarleikmennirnir: Brasilíumenn (sambadansararnir) var eina liðið sem spilaði með fjóra framlínumennogtvomiðvallarspilara. Þeir léku yfirleitt með einn mann aftast og síðan tvo „hafsenta” til að valda (dekka) stíft á sóknarmennina.og tvo bakverði. Flest liðin höfðu fimm menn á miðjunni sem gáfu breidd í sóknarleikinn og studdu vel við þá tvo sóknarmenn sem flest liðin léku með. Varnar- mennirnir voru yfirleitt góðir í loftinu, fljótir að hlaupa og sterkirí„tæklingum”. Varnar- leikurinn var greinilega best skipulagður af liðunum. Flest þeirra voru með vel útfærðar hornspymurog aukaspymurog hefðu ekki verið svona góðir markmenn hefðu fleiri mörk verið skoruð úr aukaspyrnum en ella. Miðvallarleikmenn Það sem vakti mesta athygli á Ieikunum voru miðvallar- leikmennimir. Þeir gátu rakið knöttinn, gefið stuttar snöggar sendingar, verið duglegir að skipta um hraða og dreifa spilinu. Auk þess höfðu þeir góða sparktækni fy rir langar og stuttar sendingar. Þar að auki vissu þeir alveg hvenær þeir áttu að ráðast að andstæðingi eða hvenær þeir áttu að hörfa til baka og tefja sókn andstæðingsins. Flest liðin léku með fjóra til fimm miðvallarleikmenn og leikarnir sýndu fram á miklu fleiri Sovéski sóknarmaðurinn Mikhailichenko, var skœður á Ólympíuleikunum. Hér skorar hann hjá Itölum í undanúrslitunum. stórgóða miðvallarleikmenn eða vængmenn (kantleikmenn) sem gátu skorað mörk, t.d. Zambíumanninn Bwalya, sem skoraði 6 mörk, Sovétmanninn Dobrovoiski sem skoraði einnig 6 mörk og og landa hans Mikhailitchenko sem skoraði 5 mörk. Miðvallarleik-mennirnir voru þeir sem höfðu hvað besta yfirsýn og stjóm á leiknum. Þeir gátu auðveldlega skipt um stöður á vellinum og gætt um leið að leikstíl og leikaðferð liðsins. Sóknarleikmenn: Flest lið léku með tvo sóknarleikmenn. Þeir tveir unnu yfirleitt vel saman, vel studdir af miðjumönnunum. Framlínumennirnir voru ótrúlega góðir að taka 10-15 tnetra snögga spretti, taka á móti boltanum og skapa auð svæði fyrir miðvallar- leikmennina. Duglegustu framlínu- mennirnir í undanúr- slitunum höfðu allir mjög góðan skilning á eftirfarandi atriðum: Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.