Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1989, Qupperneq 27

Skinfaxi - 01.04.1989, Qupperneq 27
léttar og skemmtilegar æfingar. Enda var þetta líka mjög skemmtilegt. Hjá unglingaliðinu var aftur á móti meiraum ákveðnaræfingar. Til dæmis þversendingamar. Þá var gefin löng sending fram kantinn og síðan æfð fyrirgjöf. Þetta þekkja menn sjálfsagt mikið úr enska boltanum. Ég hafði mjög gott af þessu. Þessi atriði hafa strákarnir greinilega æft mjög vel. Þeir voru að gefa frábærar fyrirgjafir úr ótrúlegustu aðstöðu.” Er eitthvað sem þú hýrð að eftir þennan tíma, eitthvað sem þú hefur lœrt? „Kannski óbeint. Fyrst og fremst var þetta nú mjög skemmtilegt. En svo lfka það að maður sér að það er ekki næstum því eins mikill munur á knatttspyrnumönnum hjá þessum stórliðum og við gætum haldið þegar við sjáum þetta úr fjarlægð, í gegnum sjónvarpið og aðra fjölmiðla. Maður sér þessa kappa leika í heims- meistarakeppninni og ber óskaplega virðingu fyrir þeim. En ég er alveg viss um að það er fullt af 1. deildar mönnum sem myndu standa sig mjög vel hjá mörgum þessara félaga. Toppmenn heima standa þessum mönnum alveg á sporði. Munurinn á íslenskri og enskri knattspymu er atvinnumennskan. Atvinnumennirnir eru líkamlega sterkari og hafa meiri reynslu. Það mundi minnka mjög mikið munurinn á enskum og íslenskum liðum ef hér væri atvinnumennska. Þessi staðreynd eykur manni sjálfstraust. Rey ndar sá ég þetta líka þegar ég fór til Skotlands til Celtics í heimsókn. En þá var ég yngri og óreyndari. Nú er ég búinn að leika eitt ár í meistaraflokki og þá sér maður þessa hluti í öðru ljósi.” Og hvað sögðu þeir nú við þig þegar þú fórst heim? „Þeir sögðust vera tilbúnir að taka við mér aftur á öðrum tíma keppnis- tímabilsins, á æfingatímabilinu. En ef þú átt við samning þá verður hann ekki fyrr en ég er orðinn A landsliðsmaður", svarar Amar með tvíræðu brosi. IH Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.