Skinfaxi - 01.04.1989, Page 29
UMSE
undanfarin ár. Það eru
orðin of mörg ár síðan
félagsmálanámskeið
hafa verið haldin hér á
svæðinu. Það er mikill
áhugi fyrir þessu á
Eyjafjarðarsvæðinu. Ég
hef þá tilfinningu að
áhugi yngra fólks á
félagsmálafræðslu fari
mjög vaxandi. Reyndar
er hann einnig meðal
eldrafólks. Maðurfinnur
þetta einnig meðal fólks
úr öðrum samtökum hér
í Eyjafirðinum. Við
þurfum því að koma á
meiri reglu í þessum
málum.
Útbreiðsluferð UMSE og UMFI. hér er slakað á á milli
funda.Siguður Þorsteins með þá Kristin Kristinsson og Gísla
Pálsson í kennslustund.
með að umgangast
krakkana mikið, að hann
væri þá jákvæður fyrir því
að fara eitthvað inn í þá að
vetri til með fræðsluþáttinn
í huga.
Einnig höfum við áhuga
á því að hann taki að sér
fræðslu fyrir starfsmenn í
fþróttum. Hér er alltaf
nokkuð um að keppnisfólk
taki að sér þjálfun í
félögunum. Við vonumst
til að hann geti aðstoðað
eitthvað þama. En þetta er
allt á athugunarstigi enn
sem komið er. Þegar við
fórum í fundaferðina um
svæðið með Sigurði Þorsteinssyni,
framkvæmdastjóraUMFI, komum við
inn í marga grunnskóla og ræddum
þessi mál. Okkur var tekið vel með
þessar hugmyndir og mér sýnist að
ungmennafélögunum beri skylda til
að sinna þessu máli."
„Sameinaðir
stöndum vér..."
Nú er víða rætt um sameiningu eða
aukna samvinnu ungmennafélaga sem
búa við fámenni. Hvernig snýr þetta
mál við Eyfirðingum?
„Jú, fámennið er í sumum félögum
á Eyjafjarðarsvæðinu orðið þannig að
það er erfitt að starfa af fullum krafti.
Sum félögin hafa unnið saman hvað
þetta varðar í mörg ár. Sérstaklega er
þetta áberandi með boltaíþróttirnar.
Dalvíkingar og Askógsstrandarmenn
starfa saman í knattspyrnunni og það
samamásegjaum Öxndæli,Skriðdæli
ogMöðruvallarsókn. Þámáennnefna
Árroðann og Framtíð sem hafa keppt
í knattspyrnunni undir nafninu UMSE
b.
Þetta hefur verið að aukast eins og
ég sagði og það kæmi mér ekki á óvart
þó einhver félög tækju þá ákvörðun á
næstuárumaðsameinastalfarið. Við
vissar aðstæður er þetta af hinu góða
því það er mun skynsamlegra að
sameinast í starfinu en að tvö félög
hafi svo til ekkert starf. Það er miklu
hreinlegra og ánægjulegra að
sameinast og starfa saman heldur en
að sitja óánægður heima.”
1H
Förum inn í skólana
Nú eruð þið komnir með nýjan
þjálfara eins og þú sagðir áður.
Hvernig lístykkur á hann.
„Við erum mjög ánægðir að
samningar hafi tekist við Jón og
bindum miklar vonir við hans starf
hér á svæðinu. Hann þekkir nokkuð
vel til hér í Eyjafirðinum, held ég. En
það er ekki aðeins í frjálsíþróttaþjálfun
sem við erum að gera okkur von um
gott samstarf við Jón. Það á ekki síður
við hvað varðar almenna fræðslu sem
beinist gegn ávana- og fíkniefnum.
Við höfum rætt það undanfarið innan
UMSE að auka enn frekar samstarf
við skólana á svæðinu. Okkur hefur
dottið í hug að þar sem Jón kemur til
Frá þingi
UMSEá
Stjórnarfundur hjá
UMSE kvöldið og
nóttina fyrir þingið.
Jóhann lengst til
hœgri.
Dalvík.
Skinfaxi
29