Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1989, Page 31

Skinfaxi - 01.04.1989, Page 31
Dalvíkingar hafa ráðið Kristinn Bjömsson, Stjömuþjálfara síðustu 3 ár, sem þjálfara meistaraflokks og gera þeir sér góðar vonir með hann sem stjómanda. „Kristinn kemur um mánaðamótin apríl/maí og við erum að ganga frá þjálfaramálum fyrir yngri flokkana.” Nú eruð þið með aðkomumann sem þjálfara sem leikur jafnframt með ykkur. Eruð þið með marga aðkomumenn í liðinu? „Nei, það ekki hægt að segja það. Við erum afskaplega meðvitaðir um þær hættur sem slíkt getur haft í för með sér. Mörg lið hafafariðflattá því að byggja upp á aðkomumönnum. Þjálfarinn er nú aðkomuntaður og Garðar Olafsson sem þjálfaði í fyrra, varaðkomumaðurogeinnmaðurmeð honum. En okkur sýnist nú að sá maður ætli sér að setjast hér að. Að meginstofni er þetta lið byggt á innfæddum Dalvíkingum og þannig verður það að vera ef festa á að vera í liðinu og knattspymunni hér að staðnum íframtíðinni. Og það verður að gefa þessu starfi öllu sinn tíma. Við ætlum ekki að taka þetta með neinu offorsi heldur hægt og sígandi. Hvað meistaraflokkinn varðar er það sefnana í sumar að halda okkur í 3. deildinni. Þaðerbúiðaðbreytareglum fyrir deildina á þann máta að það UMSE verður leikin ein deild. Efsta liðið fer upp, lið í 2. 3. og 4. sæti verða áfram í deildinni og fimm lið falla. Það verður því verðugt verkefni að halda sér í deildinni. Mér sýnist að félögin í kringum okkur séu að styrkja sig all verulega með nýjum leikmönnum. Við ætlum að reyna að halda í okkar „Og þegar 150 til 200 manns stunda knattspyrnu í 1400 manna bæjarfélagi, hlýtur aö myndast sæmilega jákvæður andi. í fyrsta sinn í langan tíma skiluöu heimaleikir hagnaði í formi sölu aðgangseyris og auglýsinga." menn Og byggja félagið upp hægt og bítandi. Hvað varðar yngri flokkana er það mjög viðkvæmt mál. Strákamir í 3. og 4. flokki er t.d. að keppa við Akureyrarfélögin, KA og Þór í Norðurlandsriðlinum og þau félög hafa úr mun fleiri drengjum að velja. Við þurfum hins vegar næstum því á hverjum einasta dreng að halda í plássinu til að ná í lið. Þetta hefur orðið til þess að við erum nú að leita eftir samstarfi við Reyni á Arskógsströnd um að senda sameiginlegt lið í Islandsmót. . Og UMSE þingið var einmitt að samþykkja tillögu þess efnis að þeir strákar af Árskógsströnd sem leika með Dal vík í íslandsmóti mættu leika með Reyni á héraðsmóti. Þetta er þróun sem er víða að eiga sér stað og ég held að það eigi eftir að reynast vel. Þetta þyrfti að gerast í eldri flokkum líka. Og við erum famir að líta í kringum okkur, t.d. inn á Ólafsfjörð og Árskógsströnd um sameiginleg lið. I fámennum byggðarlögum þar sem margt er farið að freista drengja í 3. og 2. flokki er þetta næstum því lífsnauðsyn fyrir félögin. Þannig að ég held að þetta sé framtíðin. Oghvað varðargöngin inn í Ólafsfjörð verður þetta næstum því eins og eitt byggðarlag. Framtíðin ber með sér gjörbreyttar aðstæður í þessum efnum fyrir félög á landsbyggðinni og fólk verður að fara að skoða þessi mál strax í dag. Iþróttaaðstaða á Dalvík íþróttaaðstöðumál eru með nokkuð svipuðum hætti á Dalvík oggeristílitlumþorpum umlandið. Á Dalvík er grasvöllur nýlega kominn í notkun, (reyndar er hér aðeins um bráðabirgðavöll að ræða sem í framtíðinni verður f.f. notaður sem æFmgavöllur) íþróttahús af millistærð er í plássinu. Það sem er hins vegar ekki jafn algengt og ofantalið er að Umf. Svarfdæla á Dal vík sér svo til alfarið um rekstur íþróttavallarins. Skíðafélag Dalvíkur á þau mannvirki sem eru í fjallinu og rekurþau. Uppbyggingþeirra hefur hins vegar átt sér stað með styrk frá ríki og bæ. Ríkið borgar 40 % í mannvirkjunum, Dalvíkurbær greiðir sömuleiðis 40 % og Skíðafélagið st'ðan 20 % kostnaðar. Hvað varðar íþróttavallarsvæðið hefur ekki verið gengið frá tölum um skiptingu kostnaðar milli ung- mennafélags og bæjar en reglan á Dalvík er hins vegar sú að félagið á svæðið og rekur það. Enda sýna tölur um kostnað við íþróttavöllinn hingað til að þetta er eðlilegt og sjálfsagt. Heildarkostnaðurinn er orðinn 4,8 milljónir. Sveitarfélagið hefur greitt 1,3 ntilljónir króna, ríkið 700.000 kr en afganginn hefur félagið séð utn að útvega í beinhörðum peningum og sjállboðavinnu. Ef miðað er við aðra má nefna sem dænrti að ÓlafsFtrðingar eru að koma séruppgrasveili. Vinnanerboðinút, bærinn sér urn þttð, borgar og brúsann. Síðasta sumar var undirbygging vallarins boðin út og unnin. Súvinna kostaði 5 milljónir króna. Og þeir eru ekki famir að þekja enn. Dalvíkingar telja sfna aðferð mun ódýrari auk þess sem hún eflir samkennd innan félagsins, þjappar fólki Siunan. Sá völlur sem þar er kominn upp segja þeir vera skýrt dærni um ágæti þessarar aðferðar.Verklagið er víða svipað þessu um landið en fleiri mættu hiklaust taka sér Dalvíkinga til fyrinnyndar. IH Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.