Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1989, Qupperneq 39

Skinfaxi - 01.04.1989, Qupperneq 39
HSÞ Á HSÞ þingi landsfjórðungum. Þessari tillögu var vel tekið og hún samþykkt. Kristján kom einnig með þá tillögu að gerð yrði samþykkt um þá ákvörðun Glímusamband Islands að færa öll glímumót vetrarins til Reykjavfkur í trássi við eldri samþykktir Glímu- þings um að Islands glíman skuli ætíð haldin í heimahðéraði Glímukóngs hverju sinni. Hermann Sigtryggsson bauðst til þess að takamáliðuppástjómar- fundihjálSI. LýstiHermann mikilli óánægju sinni með þessi vinnubrögð stjórnar Glímusambandsins. A þingið barst úmsókn frá nýju félagi um inngöngu í HSÞ. Eftir nokkrar um- Hilmar Agústson, sundmaður ársins hjá HSÞ og Jónas Oskarsson, Iþróttamaður ársins hjá HSÞ. Agústa Pálsdóttir var kjörin frjálsíþróttamaður HSÞ árið 1988. Agústa er aðeins 17 ára og geysilega efnileg en er þegar orðin ein af bestu frjálsíþróttakonum landsins. Ársþing Héraðssambands Suður- Þingey inga var haldið á Greni vík þann 18. mars síðastliðinn. Þrátt fyrir erfiðan fjárhag sambandsins á síðasta ári var gott hljóð í mönnum og vel unnið á þinginu. I máli manna kom fram einna mest ánægja með sundstarfið á svæði HSÞ sem hefur verið einstaklega gott. Geysi mikið starf síðustu missera skilaði sér vel á síðasta ári. Einna hæst bar starfið þegar sundlið HSÞ vann sig upp í 1. deild á Islandsmótinu í sundi í nóvember á síðastliðnu ári. Eilífur úr Mývatnssveit og Völsungur á Húsavík hafa verið mest áberandi í sundstarfi HSÞ og ríkir mikil keppni þar í milli. Þessi félög sameinast þó alltaf í sátt og samlyndi undir merki HSÞ í stærri mótum á landsmælikvarða. Þá vakti skýrsla af starfi borðtennisráðs einnig athygli og þá sérstaklega um starfið hjá Magna á Grenivík. S-Þingeyingar tóku þá ákvörðun eftir Landsmótið á Húsavík að setja ekki hagnaðinn af því beint í fjárhag sambands og félaga heldur ávaxta þá. Það kom sér nokkuð vel því nú var ákveðið að nýtta þann hagnað. I fyrsta lagi varákveðiðað verja einni milljón í starfsemi sambandsins vegna bágrar fjárhagsstöðu. í öðru lagi var ákveðið að eftirstöðvarnar skyldu skiptast í tvennt. Annar hlutinn verður nýttur á árinu 1989 til undirbúnings Landsmóti í Mosfellsbæ 1990. Hinn hlutinn verður nýttur til að greiða kostnað S- Þingeyinga vegna Landsmótsins 1990, ferðakostnaðar og annars þess háttar. Landsmótsnefnd HSÞ var fal ið að gera tillögur um þeta til stjómar. Kristján Yngvason kom með tillögu til þingsins um að unnið skyldi að því að koma upp fullnægjandi aðstöðu til frjálsíþróttaiðkunar með því að sett verði gerviefni á hlaupa- og kastbrautir stærstu íþróttavalla í öllum ræður var ákveðið að vísa þessu máli til stjórnar og þar með endanlegrar afgreiðslu næsta héraðsþings HSÞ. Svo klaufalega vikli til hjá hesta- mönnum að enginn fulltrúi þeirra var á þinginu til að skýra ntálin fyrir þingfulltrúum og taka við ábendingum um ábyrgð og skyldur þess aðila sem gengur í HSÞ. Nýr formaður var kjörinn á þinginu í stað Ingólfs Freyssonar, Völsungi. Hinn nýi formaður er Jón Fr. Benónýsson. FramkvæmdastjóriHSÞ hefur verið Ævar Ákason, í 50 % starfi. Hannhefureinnigeinnigfram- kvæmdastjóri Völsungs í 50 % starfi í vetur og þykir það hafa gefist vel. Þessi skipan mála verður hins vegar ekki möguleg í sumar og eru HSÞ menn að skoða málin hvað þetta varðar. IH Skinfaxi 39

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.