Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1990, Qupperneq 13

Skinfaxi - 01.02.1990, Qupperneq 13
Snæfell í úrvalsdeild Ungmennafélagið Snæfell í Stykkishólmi náði þeim merka áfanga á nýliðnu keppnistímabili að vinna 1. deild í körfuknattleik og komast í fyrsta sinn upp í úrvals- deild. Bætist þá enn eitt ungmenna- félagið við í hóp bestu liða á Islandi í þessari íþróttagrein. Körfuknattleikur hefur lengi skipað fastan sess í íþróttalífinu í Stykkishólmi og til að fræðast nánar um starfíð var rætt við for- mann körfuknattleiksdeildar Snæfells, Jóhannes Finn Halldórs- son, og þjálfara liðsins Kristján Agústsson Bjartmars, sem þjálfaði liðið í vetur. Hann hefur mikla reynslu sem körfuknattleiksmaður og var um tíma einn af máttar- stólpum íslenska landsliðsins. Jóhannes Finnur Halldórsson, sem er fæddur og uppalinn í Grundar- firði, hefur verið formaður körfu- knattleiksdeildar Snæfells í eitt ár. Hann sagði að áður hefðu leik- mennirnir sjálfir annast rekstur deildarinnar en ákveðið var að breyta því og fá einstaklinga sem ekki léku með liðinu. Til hans hefði sennilega verið leitað m.a. vegna fyrri reynslu, en Jóhannes Finnur var eitt ár framkvæmdastjóri KKI. Hann sagðist aldrei hafa stundað körfubolta sem keppnisíþrótt. Starfið í vetur hefur verið með hefðbundnu sniði," sagði Jóhannes Finnur. Við erum með sex flokka í keppni og einn byrjandaflokk sem ekki er skráður í mót. Það starfa fimm þjálfarar hjá deildinni: Kristján Ágústsson Bjartmars, Olafur Sigurðsson, María Guðnadóttir, Davíð Sveinsson og Eggert Halldórsson. Aðstaðan hræðileg! Aðstaðan hjá okkur er hræðileg. Gamla íþróttahúsið sem var stór- hýsiásínumtímarúmart.d. aðeins einn badmintonvöll en í nýja húsinu verður hægt að leika á sjö völlum í einu. Meistaraflokkurinn hefur æft þrisvar í viku og þar af hefur ein æfingin verið úti í Grundarfirði. Þeir fara yfirleitt á þremur bílum og aka á hverri æfingu samtals 300 km. Leikmennirnirhafasennilega ekið milli 3000-4000 km vegna æfinga í vetur. Vilji bæjaryfirvalda að ljúka húsinu Það er fullur vilji bæjaryfirvalda að ljúka við íþróttahúsið fyrir næsta haust og það er reyndar forsenda þess að hægt verði að keppa í úrvalsdeildinni. Hefðin fyrir körfuboltanum er hér til staðar, og það hefur mikið að segja að foreldrar og aðrir komi á leiki, og styðji við bakið á unglingum að öðru leyti. Fjárhagsdæmið er að sjálfsögðu stór þáttur í þessu öllu saman og allir bæjarbúar verða, eins og hingað til, að standa að baki liðsins til að dæmið gangi upp. Markmiðið að tryggja sætið í úrvalsdeild Framtíðarmarkmið er að sjálfsögðu að tryggja veru liðsins í úrvals- deildinni og auðvitað verður það erfitt. En ef breiddin er til staðar eigum við möguleika á að halda sæti okkar. Unglingastarfið er mjög öflugt, en það er mikið atriði að missa ekki unglingana í burtu. í því sambandi er mjög mikilvægt að hér er að koma framhaldsdeild sem lengir veru þeirra í heimahúsum. Lið Snæfells sem komst upp í Úrualsdeildina. Stjórnarmönnum UMFÍ margt til lista lagt Það er greinilegt að Stjórnarmenn UMFI eru hæfir á mörgum sviðum. Matthías Lýðsson, stjórnarmaður frá Húsavík í Kirkjubólshreppi vann það mikilhæfa afrek, með konu sinni Hafdísi Sturlaugsdóttur, þann 3. apríl að eignast fyrsta stúlkubarn hreppsins 1 27 ár. Þegar það meybarn fæddist SKINFAXI höfðu liðið 63 ár frá fæðingu stúlkubarns. Skinfaxi óskar nýbökuð- um foreldrum til hamingju. Gjaldkeri med rjúkandi ráð Um þessar mundir er sýningum á leikritinu „Rjúkandi ráð” hjá Ungmennafélagi Reykdæla í Borgarfirði að Ijúka. Höfundar verksins eru Jónas Árnason, Jón Múli Árnason og Stefán Jónsson. En það var enginn annar en Flosi Gunnlaugur Ólafsson stórbóndi úr Borgfirði sem leikstýrði verkinu. Aðsóknin hefur verið mjög góð og urðu sýningar fleiri en áætlað var. Gjaldkeri UMFI, Þórir Jónsson frá Reykholti, fer með stórt hlutverk í leiknum. Það er ekki ofsögum sagt að hann hafi sett mikinn svip á verkið, því eins og menn vita þá er Þórir svipmikill maður og gerði hann sér lítið fyrir og sló í gegn með söng og leik. 13

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.