Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Síða 17

Skinfaxi - 01.02.1990, Síða 17
Jón Arnar Magnússon, HSK. Kúluvarp Sömu menn skipa listann og árið áður með óverulegum innbyrðis breytingum. Pétur er langbestur og átti kast yfir 20 m á umdeildu móti, þar sem árangur m. a. í kúluvarpi var dæmdur ólöglegur á hæpnum forsendum að sumra mati. Andrés er vaxandi kastari og bætti sig mikið. Guðni og Sigurður eru líka í framför. Kringlukast Kringlukastararnir stóðu fyrir sínu með Véstein Hafsteinsson í fararbroddi. Islandsmethans 67,64 er sérlega glæsilegt þar sem það er 5. besta kast í heimi á síðasta ári. Helgi, Pétur og Unnar eru allir í framför svo og Bjarki, sem er aðeins 19 ára gamall. Sleggjukast Stórstígar framfarir hafa orðið í sleggjukasti sem betur fer, því sú greinerslökustkastgreinanna. Eg bind miklar vonir við Jón, sem er aðeins tvítugur að aldri og spái því að hann kasti sleggjunni um 60 metra í sumar. Spjótkast Arangur í spjótkastinu er glæsi- legur, þar er Einar fremstur og af sérfræðingum valinn 4. besti spjótkastari í heiminum á síðasta ári. Sigurður bætti sig um rúma 3 metra og er vís til að kasta yfir 80 metra í sumar. Bestu kastararnir bera höfuð og herðar yfir aðra frjálsíþróttamenn. Einar Vil- hjálmsson, Sigurður Matthíasson og Vésteinn Hafsteinsson hafa þegar náð tilskildum lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið í Split í sumar og Pétur Guðmundsson er ekki langt frá því. Vonandi hætta þeir ekki strax keppni því erfitt verður að fylla í skörð þessara manna sem verða 28 -30 ára á þessu ári. Tugþraut Mikil gróska er í tugþrautinni enda markvisst unnið að uppbyggingu hennar. Jón Arnar hefur burði til að ná á toppinn í greininni. Hannerkornungureins og frændi hans Ólafur sem einnig er geysilega efnilegur. Friðgeir er byrjandi og getur bætt sig um 1000 stig í sumar, ef allt gengur að óskum. Gísli nálgast sitt besta form og Unnar er í framför, en þarf að bæta hlaupin og stangarstökkið. Eg á allt eins von á að 4-6 tugþrautarmenn nái 7000 stigum í sumar og vonandi setur Jón Arnar met í greininni. Konur Spretthlaup Árangurí 100og200m. erlakari en í fyrra, sem sannar máltækið að lengi getur vont versnað. Hins- vegar lofar árangur á innanhúss- mótum vetrarins góðu og ég spái því að Guðrún Heiða og Snjólaug verði sterkar í sumar. Svanhildur hefur átt við meiðsli að stríða, en nær sér vonandi á strik sem fyrst. Ágústa Pálsdóttir er efnilegur 400 metra hlaupari, en þarf að æfa betur til að ná árangri. Millivegalengdar og langhlaup Hér er um stöðnun að ræða. Miklu munar að Rut var ekki með. Margrét og Fríða Rún eru á réttri leið. GuðrúnB. Skúladóttir, Lísbet og Guðný eru ungar og efnilegar. Ekkert annað en vinna og aftur vinna skilar árangri í þessum greinum. Grindahlaup Stutta grindin þokast í rétta átt. Guðrún er lang best og kom verulega á óvart. Þuríður bætti sig einnig mikið. Árangur í löngu grindinni var afleitur. Þuríður Ingvarsdóttir, HSK. Bodhlaup Stelpurnar eiga að geta hlaupið betur, sérstaklega sveit UMSK. Ég býstviðaðþrjársveitirhlaupi undir 50 sek. í 4x100 m og hugsanlega tvær til þrjár undir 2:20 mín í 1000 metrum í sumar. Hástökk Þóra Einarsdóttir bar af í hástökkinu. Hún bætti sig um 20 sentimetra og getur náð langt í greininni. Sex næstu stúlkur stukku jafn hátt 1,60 metra. Af þeim má binda miklar vonir við Maríönnu Hansen og Sigurlaugu Gunnarsdóttur, sem eru 14 og 15 ára gamlar. Guðrún Arnarsdóttir, UMSK. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.