Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1990, Qupperneq 21

Skinfaxi - 01.02.1990, Qupperneq 21
Hin nýja glæsilega sundmiðstöð í Keflavík. Ljósm. /Víkurfréttir. Ný sundmiðstöð í Keflavík Fréttir frá UMFK Þann 3. mars var opnuð ný sundmiðstöð í Keflavík. Mikiðvar um dýrðir, Suðurnesjabúum var boðið til veislu og frítt var í sund. Fyrsta skóflustungan að þessu glæsilega mannvirki var tekin 25. maí 1985. Utisundlaugin er glæsi- leg 25X12,5 metrar, með fímm keppnisbrautum. Fyrirhugað er að bæta seinna við og byggja inni- sundlaug 25X12,5 metra. Verður þá hægt að ganga á milli lauganna um sólskála. Fjórir heitir pottar eru við laugina og er einn sérstaklega fyrir börn. Einnig er sérstök barnalaug og þar er sérstök skábraut fyrir hjólastóla. Allur aðbúnaður er til fyrirmyndar og mjög góð aðstaða fyrir fatlað fólk. I lokin má geta þess að aðsókn fyr sta mánuðinn hefur margfaldast frá því sem var í gömlu laugina og segir það margt um nauðsyn hennar. Badmintondeild stofnuð innan UMFK Stofnfundur Badmintondeildar Ungmennafélags Keflavíkur var haldinn 14. febrúaríhúsifélagsins að Skólavegi 32. Fjölmenni var á fundinum og er mikill áhugi fyrir badminton í Keflavík. Badminton- æfíngar hafa verið tvisvar í viku og hafa þær verið vel sóttar. Þar sem badminton var ekki innan neins félags var nauðsynlegt að stofna deild til þess að geta keppt á viðurkenndum mótum. Skipuð hefur verið stjórn bad- mintondeildar UMFK og er hún þannig skipuð: Benedikt Sigurðs- son formaður, Grétar Miller vara- formaður, PállViðarssongjaldkeri, Þorsteinn Þorsteinsson ritari og Viðar Guðjónsson meðstjórnandi. Varamaður í stjórn er Haraldur Hreggviðsson. Fyrsta verkefni nýskipaðrar stjórnar var að ráða þjálfara og var Viðar Guðjónsson fenginn í það starf. Viðar hefur mikla reynslu og kunnáttu í bad- minton, þar sem hann hefur starfað og stundað íþróttina með Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur. Æfíngar eru tvisvar í.viku. ÍSKÍR Aifcxrm 0 GfiLÆNMETt inanai lil. pemn UMFN bikarmeistarar í körfuknattleik Njarðvíkingar tryggðu sér bikar- meistaratitilinn í körfuknattleik karla með því að bera sigurorð af Keflvík- ingum í hörkuleik þann 22. mars. J afnræði var með liðunum allan leikinn og það var ekki fyrr en á síðurstu mínútunum að Njarðvíkingar sigu fram úr. Lokatölur urðu 90:84. ArniLárus- son þjálfari UMFN var að sjálfsögðu ánægður með sína menn og sagði m. a. að reynsla liðsins hefði komið berlega í ljós og þeir hefðu getað haldið aðal “skotmaskínu” Keflavíkurliðsins í skefjun. SKINFAXI Ljósm. IVíkurfréttir. Gísli Jóhannsson. 21

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.