Skinfaxi - 01.02.1990, Blaðsíða 31
Gryfjan nýtist bæði
fyrir byrjendur og
lengra komna
Formaður fimleikastjórnar Gerplu
er Elsa Jónsdóttir. ÁþlngiUMSKll.
febrúar var henni afhentur Félags-
málaskjöldur UMSK, sem veittur er
þeim sem hefur unnið gott og
heilladrjúgt starf á sviði félagsmála.
Elsa var tekin tali og hún fyrst spurð
hvaða þýðingu hún teldi að þessi nýja
gryfja ætti eftir að hafa fyrir Gerplu og
starfið í fimleikunum.
„í upphafi tölu sumir að gryíjan
nýttist einungis fyrir lengra komna.
En það hefur sýnt sig að gi'yfjan nýtist
vel bæði fyrir byrjendur og lengra
komna. Fimleikagryfjan kemur að
góðum notum fyrir áhaldafimleika sem
og almenna fimleika.”
Elsa sagði að merkja mætti fjölgun
þátttakenda í fimleikum jafnt og þétt
síðan 1984.
Sigurður Freyr Bjarnason.
Heiðursviðurkenning UMSK
veitt í fyrsta skipti í 68 ára
sögu sambandsins
Ársþing UMSK, hið 66. í röðinni
var haldið 11. febrúar í Valhúsaskóla
á Seltjarnarnesi. Þingforsetar voru
Páll Aðalsteinsson, UMFA og
Guðmundur Davíðsson, Gróttu.
Hafsteinn Pálsson var endurkjörinn
formaður sambandsins, en aðrir í stjórn
voru kjörnir: Þorgrímur Októsson
UMFA og Höskuldur Gunnarsson Umf.
Drengi. Ester Jónsdóttir UBK og
Hraunar Daníelsson UBK voru kjörin
til tveggja ára á 65. ársþingi UMSK og
sitja því áfram. I varastjórn voru kjörin
Alda Helgadóttir Stjörnunni, Birgir Ari
Hilmarsson Ymi og Björn Hermanns-
son Gróttu.
Á þinginu var mikið rætt um
Landsmótið í Mosfellsbæ. Formaður
UMSK, Hafsteinn Pálsson sagði að 20.
Landsmót UMFI væri stærsta verkefni
sem UMSK hefði tekið þátt í og stefnt
yrði að því að gera mótið eins glæsilegt
oghægtværi. Hafsteinnsagðiaðhvergi
hefði verið staðið eins vel að upp-
byggingu íþróttamannvirkja og í
Mosfellsbæ.
Á þinginu voru afhentar viðurkenn-
ingar eins og venja stendur til.
Pálmi Gíslason, formaður UMFI
sæmdi þau Albert H. N. Valdimarsson
HK og Ólínu Sveinsdóttur UBK
Starfsmerki UMFÍ.
Félagsmálaskjöld UMSK hlaut Elsa
Jónsdóttir Gerplu, afreksbikar UMSK
hlaut Helgi Jóhannesson karatemaður
úr UBK og UMFÍ-bikarinn hlaut
meistaraflokkur Stjörnunnar í hand-
knattleikkvenna. Starfsmerki UMSK
hlutu þau Bjarni Halldórsson UMFA,
Margrét Kristjánsdóttir Gróttu,
Gunnar Lúðvíksson Gróttu, Ólína
Sveinsdóttir UBK og Júlíus Arnarson,
Stjörnunni. Einnig fengu þeir Kristinn
Jóhannsson UBK, Albrecht Ehmann
Stjörnunni og Ingvar Árnason Gerplu
Starfsmerki UMSK, en þeir voru ekki
Hafsteinn Pálsson, form. UMSK, afhendir
Sveini Björnssyni, forseta ISI,
heiðursviðurkenningu UMSK.
viðstaddir til að veita viðurkenn-
ingunum viðtöku.
í fyrsta skipti í 68 ára sögu
sambandsins var veitt Heiðursviður-
kenning UMSK, þá viðurkenningu
hlaut Sveinn Björnsson, forseti ISI.
Heiðursviðurkenningin er skjöldur,
sem veittur er öðrum en félagsmönnum.
Skjöldurinn er veittur þeim sem hefur
styrkt eða aðstoðað UMSK eða
aðildarfélög þess með verulegum hætti.
Hjá Landsmótsnefnd UMSK kom
fram að unnið væri af krafti að
undirbúningi fyrir Landsmótið.
Handhafar UMFÍ-bikarsins: Meistaraflokkur Stjörnunnar í handknattleik.
SKINFAXI
31