Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1990, Page 32

Skinfaxi - 01.02.1990, Page 32
Héraðsþing HSK og 80 ára afmæli Héraðssambandið Skarphéðinn hélt sitt 68. héraðsþing á Hótel Örk í Hveragerði, síðustu helgina í febrúar. Að þessu sinni var þingið nokkuð frábrugðið síðustu þingum, því samhliða var minnst 80 ára afmælis héraðssambandsins. Að kvöldi laugardags var boðið upp á afmæliskvöldverð, sem á annað hundrað manns tóku þátt í. Þar voru einnig veittar ýmsar viðurkenningar. Pálmi Gíslason, formaður UMFI sæmdi þau Halldóru Gunnarsdóttur, Umf. Baldri, Hraungerðishreppi, Valgerði Auðunsdóttur og Garðar Vigfússon, Umf. Skeiðamanna Starfsmerki UMFÍ. Sæmdarheitið Iþróttamaður HSK 1989 hlaut Vésteinn Hafsteinsson, Umf. Selfoss, en á árinu setti hann m. a. Islandsmet í kringlukasti, sem jafnframt var 5. besti árangur í greininni í heiminum það árið. Þá hlaut hann einng bikar fyrir besta afrek karla í fijálsum íþróttum, Afreksbikar í frjálsum, auk þess að vera frjáls- íþróttamaður ársins. Stigahæstafélag samkvæmt stigaútreikningi allra HSK móta var Umf. Selfoss, með 165,5 stig. Félags- og framfarabikarinn hlaut að þessu sinni Umf. Hekla, en hann er veittur því félagi sem sýndi mesta framför á árinu. Keppni úr fjarlægð vann Umf. Merkihvoll og er þetta 32 fimmta skiptið í röð sem félagið nær þeim árangri. Besta afrek karla í sundi vann Magnús Már Ólafsson, Umf. Þór, sem einnig hlaut Afreksbikarinn í sundi, auk þess að vera sundmaður ársins. Systir hans, Bryndís Ólafsdóttir, hlaut bikar fyrir besta afrek kvenna í sundi. Besta afrek kvenna í frjálsum íþróttum á árinu vann Birgitta Guðjónsdóttir Umf. Selfoss. Þá voru íþróttamenn í einstökum íþróttagreinum heiðraðir, en alls voru þeir 14 að þessu sinni. Einnig voru tveir kappar heiðraðir fyrir 40 ára samfelda keppni á héraðsmótum HSK. Þetta eru þeir Jóhannes Sigmundsson, Umf. Hruna- manna og Sveinn A Sveinsson, Umf. Selfoss. Fengu þeir aíhentar endur- prentanir af gömlu verðlaunaskjali Skarphéðins frá 1915, auk heiðursfána HSK. Þá rifjaði Hafsteinn Þorvaldsson upp sögu HSK í stórum dráttum og Skeiðamenn settu á svið dansleik frá því um 1940. Sleifarkeppnin var á sínum stað og sigurvegari að þessu sinni varð Þuríður Jónsdóttir, eftir harða keppni við einn alþingismann Sunnlendinga og fleira gott fólk. En þingið sjálft var að þessu sinni starfssamt og gott, þar sem mörg mál voru rædd ogýmsar ákvarðanir teknar. I skýrslu formanns kom fram að starfið á síðasta ári var blómlegt og má þar m.a. nefna átak í almenningsíþróttum, hreinsunar-átak, úrgáfustarfsemi, foreldrastarf, auk fjölda keppna og móta. Hæst bar þar íþróttahátíð HSK á Hvolsvelli, sem var fjölmennasta íþróttamót á landinu það árið. I ár verður mikið um að vera hjá HSK og ber þar hæst Landsmót UMFÍ í Mosfellsbæ, Íþróttahátíð HSK og Iþróttahátíð ISI. Ljóst er að árið verður kostnaðarsamt og mun reyna á samtakamátt allra á svæðinu til að leysa það mál. Fjögur ný félög voru tekin inn í HSK á þinginu, þ. e. Golfklúbburinn Dalbúi í Laugardal, Skotfélag Suðurlands og íþróttadeildir hestamannafélaganna Trausta ogGeysis. Þar með eru félögin innan HSK orðin 42 og félagsmenn rúmlega 5000. Meðal þess sem samþykkt var á þinginu má nefna reglugerð um afreks- sjóð boltaíþrótta, smávægilegar breyt- ingar á lögum HSK, breytingu á reglum um þátttöku kvenna í glímu, ályktun um framkvæmd leikjanámskeiða, samþykkt um að hvetja félög til að keppa undir eigin merkjum á mótum, áskorun til viðkomandi yfirvalda um bætta æfingaaðstöðu fyrir sundfólk, samþykkt um að fylgja átaki um almenningsíþróttir eftir, auk fjölda annarra samþykkta. Nýja stjórn HSK skipa eftirtalin: Björn B. Jónsson, formaður, Jón Jónsson, gjaldkeri, Þórður G. Arnason, ritari, Sigurjón Karlsson, varformaður, Ingibjörg Sverrisdóttir, meðstjórnandi og varamenn Kári Rafn Sigurjónsson, Aðalsteinn Sveinsson og Þórunn Jóhannsdóttir. Bændaglíma Suðurlands var haldin í kaffihléi á sunnudeginum og að þessu sinni var glímusveit KR sem keppti við sveit HSK. Eftir harða og spennandi keppni vann lið HSK við mikinn fögnuð áhorfenda. Þingið sátu um 100 manns, auk gesta. Þessmáaðlokumgetaaðnæsta héraðsþing verður haldið í Skógum að ári. Handboltaliðin hjá Umf. Selfoss í 1. deild Meistaraflokkar karla og kvenna hjá Ungmennafélaginu Selfoss hafa náð þeim mikla áfanga að komast í 1. deild. Bæði þessi lið eru innfædd og uppalin Selfosslið og greinilegt að efniviðurinn lofar góðu. íþróttamenn HSK1989. SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.