Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1990, Síða 34

Skinfaxi - 01.02.1990, Síða 34
V kiaþáttur Skinfaxa Á mig hefur Ijúfein leitað og leitt í mikla krísu. Ekki gat ég Unu neitað um að gera vísu. Nokkur ár eru síðan Ásgrímur Gíslason sá um vísnaþátt í Skinfaxa, en að tilmælum nýs ritstjóra Skinfaxa Unu Maríu Oskarsdóttur mun ég sjá um slíkan þátt um nokkurt skeið. Ég beini því til lesenda blaðsins að senda okkur vísur, sömuleiðis fyrri- parta og að sjálfsögðu að botna þá fyrripartasembirtastíblaðinu. Gaman væri að fá vísur frá þingum héraðssambandanna, en eitthvað mun vera ort þar enn. Á síðasta þingi UMFI flugu nokkrar vísur og eru nokkrar þeirra- birtar í þinggerð. Fulltrúar þingsins gistu í Varmárskóla í Mosfellsbæ og vegna umræðna um atburði næturinnar orti Einar Ole Pedersen, þáverandi formaður UMSB: Eftir Ijúfast nætur líf loksins komu Eyfirðingar. Feitir karlar fógur víf og fatir lágu Sunnlendingar. Pálmi Gíslason orti er sagt var frá því að Einar Ole hefði sofið milli Sigur- laugar Hermannsdóttur formanns USAH og Dóru Gunnarsdóttur stjórnarmanns UMFI: I skólanum afljúfri list í leiki marga fóru. Mikið Ole magnaðist milli Sillu og Dóru. Ingimundur Ingimundarson ljóðaði til Þóris Haraldssonar er sent hafði Ingimundi vísu. Flytja drengir lítil Ijóð lítt þó rímið noti. Þeir kunna best að fleka fljóð og fúska að alls kyns poti. Ég sendi nokkrum hagyrðingum úr hreyfingunni fyrriparta: Jóhannes Sigmundsson fékk nýlega verðlaun fyrir að hafa stundað íþróttir í fjörutíu ár. Gamlar kempur oft víst eiga ýmsa góða spretti. Ásgrími Gíslasyni sendi ég: Ertu dauður eða hvað eða snauður getu þá. Sigurði Geirdal fyrrverandi fram- kvæmdastjóra UMFÍ sendi ég: í Grímsey hann fæddist og flæktist víða nú farinn er loks í pólitík. Pálmi Gíslason fær: Húnvetningar halda víst sig hölda á miklu setri. Og einn til Ingimundar Ingimundar- sonar framkvæmdastjóra UMSB: I Borgarfirði býr hann nú bæði skýr og slunginn. Svo eru hér nokkrir í lokinn, sem hver og einn ætti að ráða við og auðvitað má senda okkur botna við þá fyrriparta sem sendir eru til ákveðinna manna. Landsmótin okkar þau lokka hvern mann já lifandis ósköp er gaman. Bæjarstjórnir búast nú til að berjast um líf sitt og heiður. Hefur hann ekki gert það gott hann Gorbi austan tjaldsins. Með von um góða þátttöku og með bestu kveðjum. Sigurður Gíslason. Blakaðá milli snjóskafla Fréttir frá UNÞ Þó ýmsir haldi að dauft sé yfir dreifbýlinu á veturna þá er það mikill misskilningur. Þrátt fyrir oft erfiðar aðstæður er gert gott úr því sem til er, því maðurinn er mannsins gaman. Þar sem í sýslunni eru engir fram- haldsskólar byggist félagslífið aðallega á börnum á grunnskólaaldri óg ungu fólki á öllum aldri. Blakið hefur löngum átt mikil ítök í Norður - Þingeyingum og hefur það jafnan fylgt þeim út fyrir sýslumörk. Það hefur nú, sem endra- nær verið stundað af krafti með stífum æfingum og námskeiðum. Lið úr sýsl- unni taka þátt í ýmsum mótum utan héraðs við ágætan orðstír. Öldungarnir í frj álsum íþróttum hafa sýnt mikinn áhuga og tekið þátt í MÍÖ innan- og utanhúss, með mjög góðum árangri. Briddsspilararnir komu saman eftir haustannimar til að stunda sína íþrótt. Víða er spilað vikulega á mörgum borðum, en einnigspila menn í heimahúsum þegar tækifæri gefast. Þá hafa verið haldin spilakvöld, skemmtikvöld og dansleikir á vegum ungmennafélaganna. Síðast en ekki síst er mikið félagslíf í gangi í nafni leikklúbba og skóla. Þrjú leikverk hafa verið sett á svið í sýslunni, spilað hefur verið blak, borðtennis, tefld skák og fleira. Af þessu má sjá að við Norður - Þingeyingar höfum í hin ýmsu horn að líta og látum okkur ekki leiðast á milli snjóskaflanna. Ný félagsaðstaða á Raufarhöfn Ungmennafélagið Austri á Raufar- höfn hefur komið sér upp góðum sal til fundahalda og annarrar félags- starfsemi. Þessi aðstaða, sem nefnd var Byrgið, var opnuð nú í vetur með mikilli veislu, þar sem á boðstólum var m. a. stór og mikil terta. Möguleikar fyrir ýmiskonar félagsstarfsemi innanhúss hafa stóraukist með tilkomu þessa húsnæðis og hyggj a Austramenn sér gott til glóðarinnar í framtíðinni. Huld Aðalbjarnardóttir 34 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.