Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 5
Ræktun lýðs
og lands
á landsmóti
Landsmótið að Laugarvatni er mikið tilhlökkunarefni og
vonandi eiga sem flestir heimangengt til þess að taka þátt í
þessari glæsilegu íþrótta- og lýðhátíð allra landsmanna. A
landsmótinu blómstrar íþrótta- og félagsstarf ungmennafé-
laganna enda hefur undirbúningur staðið lengi og allir vilja
draga fram sitt besta.
Myndarleg þátttaka í landsmótum er keppikefli sam-
bandsaðila UMFÍ. Gildi mótanna felst einmitt í þessum und-
irbúningi. Hann þjappar fólki saman í hverju félagi, skapar
ögrandi og hvetjandi viðfangsefni og tengir ungmennafélög-
in saman um allt land. Forystumenn sambandsaðila UMFÍ
eru í nánu sambandi um smátt og stórt varðandi mótið. Góð
kynni eflast og allir vinna að sama marki.
Á 21. landsmóti UMFI að Laugarvatni í júlí verður lögð á-
hersla á kjarna landsmótanna, íþróttir, samstarf ungmennafé-
laganna, fjölskylduna og umhverfismál. Ætlunin er að lands-
mótið endurspegli starf, hugsjónir og baráttumál ungmenna-
félagshreyfingarinnar í megininntaki orðanna „Ræktun lýðs
og lands.“ íþróttafólkið gengur að glæsilegri íþróttaaðstöðu,
þ.á.m. nýendurgerðum aðalleikvangi og malarvelli, nýju í-
þróttahúsi ásamt sundlaug. Keppendabúðir verða á grundun-
um umhverfis völlinn.
Umhverfismálin verða í hávegum höfð á ýmsan hátt.
Landgræðslureitur verður opnaður við hellinn á Laugar-
vatnsvöllum á vegum Landgræðslu ríkisins og Olís og þar
verða landsmótsgestir hvattir til að koma og vinna að land-
græðslu. Trjám verður plantað á mótssvæðinu og í nágrenni
þess. Reynt verður að gera ýmsa þætti mótsins umhverfis-
væna, svo sem sorphirðu, salernismál og fleira. Þá er einnig
stefnt að því að mótið verði reyklaust.
Fjölskyldufólk fær úrvalsgóð tjaldstæði skammt frá móts-
svæðinu og getur bæði notið íþróttakeppninnar, skemmtana
og alls þess sem ferðamannastaðurinn Laugarvatn hefur að
bjóða gestum sínum. Sérstök fjölskyldudagskrá við allra
hæfi verður á mótinu og dansleikir verða haldnir, annars
vegar unglingadansleikir í félagsheimilum nágrannasveita,
og fyrir keppendur, starfsfólk og fjölskyldufólk á Laugar-
vatni.
Landsmótin hafa verið kölluð fjöregg ungmennafélags-
hreyfingarinnar og ævintýrin segja okkur að enginn skyldi
leika sér glannalega með fjöregg sitt. Það er hins vegar
nauðsynlegt að hafa augun opin fyrir nýjum möguleikum í
mótshaldinu og gæta þess vel að landsmótin þjóni ávallt sem
best markmiðum ungmennafélaganna og um leið að þau
dragi til sín athygli og aðsókn almennings í landinu. Þannig
mætti meðal annars hugleiða hvort landsmótin ættu að draga
betur fram sem flesta þætti í starfi ungmennafélaganna.
Meðal þessara þátta eru menningarstarf svo sem leiklist og
fleira, landgræðsla, skógrækt, útgáfustarf, félagsmála-
fræðsla, forvarnarstarf gegn fíkniefnum, barátta fyrir ís-
lenskri framleiðslu og svo framvegis. Þessum þáttum má
þannig koma fyrir á mótunum að almenningur getur tekið
þátt í þeim sér til gagns og gleði. Fleiri atriðum er hægt að
bæta við í fjölskyldudagskrá mótanna.
Á landsmótinu að Laugarvatni er gerð nokkur tilraun í
þessa átt um leið og íþróttakeppnin sjálf er aðalatriði móts-
ins. Framundan eru miklar hræringar í þjóðfélaginu og gild-
ismat fólks tekur hröðum breytingum. Sem betur fer virðist
margt benda til þess að hin traustu gildi ungmennafélaganna
höfði æ meir til fólks. Þetta á hreyfingin auðvitað að færa
sér í nyt. Slíkt er einmitt hægt á landsmótum um leið og
hreyfingin gætir vel fjöreggsins.
Ólafur Örn Haraldsson
framkvæmdastjóri 21. landsmóts UMFÍ
ijkwjmxi (hskar /)éf\ á
21. landsmót IL Hcdff i (auaa/ioat/u
Skinfaxi
5