Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 36
Fræ á fjöll - ruslið heim - öflugt starf Ferðaklúbbsins 4 x 4 í þágu landverndar og landgræðslu Þegar rætt er um ferðalög á fjór- hjóladrifnum bílum á hálendinu kynni einhver að sjá fyrir sér stórkallalega jeppa, öslandi yfir viðkvæman gróður og friðuð lönd. En þetta er, sem betur fer, liðin tíð. Nú komast menn einfaldlega ekki upp með slíka hluti. Um það sér meðal annarra Ferðaklúbburinn 4x4, sem hefur á undanförnum árum unnið mjög merkilegt starf í verndun og upp- græðslu lands. Sigurgeir Þórarinsson fráfarandi formaður umhverfisnefndar klúbbsins segir hér frá starfi hans á því sviði. „A síðasta ári voru liðin rétt 10 ár frá því að klúbburinn hóf starfsemi sína. Strax í upphafi varð náttúruvernd mjög ríkur þáttur í starfi hans. Landgræðsluferðir og annað ámóta starf hófst svo fyrir þrem árum. Þá var náttúruvernd orðinn það stór liður, að ákveðið var að stofna umhverfisnefnd, sem sæi um þessi mál. Þá höfðum við farið í tvær svokallaðar stikuferðir með félögum úr Sjálfboðaliðasamtökum um náttúruvernd. í slíkum ferðum leggjum við til fararskjótana. Við stikum þær leiðir sem á að aka, en lokum hinum sem ekki á að fara eftir með því að raka yfír þær og láta þær hverfa. Við höfum farið fjórar slíkar ferðir og í þeim hafa tekið þátt allt að 70-80 manns. Fyrstu tvær ferðirnar voru fam- ar í kringum Hrafntinnusker og Land- mannalaugar. Sú þriðja var farin inn í Lakagíga og í þeirri fjórðu fórum við á Hlöðuvallasvæðið og stikuðum leiðina frá Miðdal og inn á línuveg.“ Breytt viðhorf _ Hafið þið séð mörg merki um akstur utan merktra leiða? „Já, en það hefur minnkað geysi- Með hálmbagga á leiðinni að Sandvatni. mikið að menn séu að aka utan þeirra. Flest þau sár sem við sjáum eru orðin mjög gömul. Viðhorfin hafa breyst mjög mikið á síðustu 10-15 árum. Aður fyrr þótti gaman að segja frá því að hafa farið nýja slóð eða upp á nýtt fell. í dag myndi enginn þora að koma með slíka sögu inn í hópinn, því hann yrði umsvifalaust tekinn í gegn. í þau tíu ár sem klúbburinn hefur starfað hefur hann haldið uppi stans- lausum áróðri gegn utanvegaakstri. Við vitum ekki til þess að klúbbfélagi hafi verið staðinn að því að aka utan slóða og valda skemmdum síðustu fjögur árin. Á sama tímabili höfum við frétt af þrem tilvikum þar sem utanfé- lagsmaður hefur valdið skemmdum á gróðri. Það gerðist fyrir rúmu ári, að aðili varð valdur að skemmdum inni í Land- mannalaugum. Það var kært til Nátt- úruverndarráðs, sem beindi málinu til okkar til þess að taka á því. Við rædd- um svo við viðkomandi, buðum hon- um að koma í klúbbinn þar sem hann gæli kynnst og farið að þeim reglum sem ber að fara eftir við ferðalög um landið. Þessi maður fór svo ásamt nokkrum félögum og lagfærði skemmdirnar eftir sig. Hann er virtur félagi í dag. En málið er að utanfélags- menn, sem fara um með spjöllunt, skemma alveg eins mikið fyrir klúbbn- um og væru það klúbbfélagar. “ _ Hvers vegna hefur 4x4 lagt svo mikla áherslu á náttúruvernd sem raun ber vitni? „Við erum ferðahópur, sem höfum valið að ferðast um á bílum og njóta náttúrufegurðar með þeim hætti. Þar af leiðandi er okkur mjög annt um landið 36 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.