Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 28
Þrastarskógur:
Aðlaðandi útivistar-
og frístundasvæði
Að undanfömu hefur verið unnið að
ýmsum framkvæmdum í Þrastarskógi.
Hafa þær verið samkvæmt skipulagi,
unnu af Vífli Magnússyni arkitekt í
kjölfar samkeppni sem haldin var á ár-
unum 1988 - 1989. Unnið hefur verið
að því að opna skóginn fyrir útivistar-
fólki m.a. með gerð tjaldstæðis, lag-
færingu akvegar inn í skóginn að
íþróttavellinum og salernisaðstöðu. Þá
hefur verið unnið að göngustígagerð.
Jafnframt hefur verið ýtt fyrir fyrirhug-
uðum vegi inn að Álftavatni. Einnig
hefur verið unnið að plöntun og grisjun
í skóginum.
Að sögn Gunnars Páls Pálssonar
formanns Þrastarskógamefndar eru enn
frekari og viðameiri framkvæmdir fyr-
irhugaðar, þ.e. bygging nýs sölu- og
veitingaskála. í vetur hefur þar til skip-
uð nefnd starfað að þessu máli. Arki-
tektar hafa verið ráðnir til verksins og
nú liggur fyrir gróft útlit að skálanum.
Hann mun verða þre- til fjórfalt stærri
en skálinn sem er þar nú, er kostnaður
við verkið verður látinn ráða nokkru
um stærðina. Er gert ráð fyrir að í nýja
skálanum verði sjoppa en einnig sala á
ýmsum nauðsynjavörum. Þá verður þar
grill, svo og veitingasalur sem tekur
100-150 manns í sæti. Er stefnt að því
að hægt verði að taka á móti stórum
hópum í rútuferðalögum á sumrin og
leigja salinn undir árshátíðir og stærri
veislur á veturna.
Nýi skálinn verður byggður þvert á
endann á þeim sem fyrir er. Er stefnt
að því að hönnun nýbyggingarinnar
ljúki í sumar og að verkið fari fljótlega
í útboð, þannig að framkvæmdir geti
hafist með haustinu. Með því móti
mun sumarstarfseminni ekki raskað
svo neinu nemi.
Mikil umferð
Mikil umferð fólks er um Þrastar-
skóg á sumrin. Svæðið er mjög vinsælt
til dæmis til dagsferða hjá ýmsum hóp-
um. Borið hefur verið ofan í göngu-
stígana að hluta, en öðrum ýtt út. Er
beðið með frekari framkvæmdir við
hina síðarnefndu, þar sem bygging
nýja skálans er á kortinu, þannig að
ekki séu gerðar fjárhagsskuldbindingar
í of margar áttir í einu.
Fleiri stór verkefni eru á döfinni á
svæðinu, því samið hefur verið við
hönnuðina, sem hanna veitingaskálann,
um að huga að hönnun á orlofsbyggð
inn við Álftavatn. Er þessi framkvæmd
jafnvel fyrirhuguð með samvinnu við
aðila hlynnta ungmennafélagshreyfing-
unni í huga. En málið er á könnunar-
stigi sem stendur.
„Minn hugur stendur til þess að nota
þennan hluta svæðisins sem fjáröflun
fyrir uppbyggingu þess í heild,“ sagði
Gunnar Páll. „Þrastarskógur yrði þá al-
hliða útivistar- og frístundasvæði.“
Ratleikur
Enn ein hugmynd sem skotið hefur
upp kollinum varðandi Þrastarskóg er
að koma þar upp merkingum eða skilt-
um í sumar. Fólk gæti síðan keypt
einskonar ratleik í Þrastarlundi, sem
það gæli skemmt sér við í skóginum.
Nú er hafin sala veiðileyfa í þeim
hluta Sogsins, sem UMFÍ hefur yfir að
ráða. Hefur verið talsverð eftirspurn
eftir þeim. Verður tekjum af þeirri sölu
varið til uppbyggingar í Þrastarskógi.
Eins og sjá má er ýmislegt fyrirhug-
að í framkvæmdum á svæðinu til að
gera það sem aðgengilegast fyrir al-
menning. Ekki er séð fyrir endann á
þeim, enda verkefnin fjölmörg sem
liggja fyrir.
Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Þrastarskógi.
28
Skinfaxi