Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 21
Skinfaxi merkt sjálfur í skráningabók sína. Sé um stærri hóp að ræða getur fararstjóri fengið stimpil og staðfest þátttöku. Þá hefur tiltekin ferðaskrifstofa sóst eftir að fá skráningarbækur og stimpla með sér til útlanda og nú er því hægt að taka þátt í Lýðveldishlaupinu m.a. í Hollandi, Mallorka, Benidorm og Túnis. Þess má geta að 50 manna sönghóp- ur frá Dalvík fór í 10 daga ferð til Skotlands í lok maí. Þeir höfðu með sér í farteskinu stimpil og skráningar- eyðublöð, sem var sett í umsjá farar- stjórans. Þannig fá Skotar að kynnast Lýðveldishlaupi UMFÍ 1994! Sjómenn hlaupa um borð! Nokkur vandamál, sem tengjast þátttöku í hlaupinu hafa komið upp. Þau hefur flest tekist að leysa á farsæl- an hátt. Sjómenn hafa til dæmis sýnt á- huga á þátttöku í Lýðveldishlaupinu, eins og aðrir landsmenn, en eiga erfið- ara um vik. Ólafsfirðingar leystu vand- ann á með þeim hætti, að sjómaður fer með bók sína til sjós og hjólar/hleypur á hlaupabretti sem samsvarar þrem kílómetrum um borð í skipinu. Þetta vottar síðan skipstjórinn eða vakthaf- andi stýrimaður með upphafsstöfum sínum í bókina. I næstu inniveru fær viðkomandi sjómaður svo stimpil í bók sína fyrir sannaða þátttökudaga. Ungur áhugamaður Frá Bíldudal hefur sú saga borist að Fjöldi fólks mœtti í íþróttamiðstöðina í Grafarvogi. Ýmislegt var til skemmtunar, svo sem þjóðdansar og glíma. þar hafi fjölskylda ein verið í hálfgerð- um vandræðum með 5 ára son á heim- ilinu. Sá stutti er fullur samviskusemi og minnir fólkið sitt stöðugt á Lýð- veldishlaupið. Hann hefur séð til þess að fjölskyldan hefur tekið þátt í því á hverjum einasta degi frá upphafi. Á Þingeyri er áhuginn svo mikill að menn rífa sig upp fyrir allar aldir og fara sína þrjá kílómetra. Þeir mæta síðan hjá umsjónarmanni hlaupsins áður en hann heldur í vinnu klukkan 7:00 á morgnana til að fá stimplað í bækurnar sínar. / 99 daga Minna má á að Lýðveldishlaupið stendur yfir í 99 daga og fer, sem kunnugt er, fram í samvinnu við sam- tökin Iþróttir fyrir alla og Heilsuefl- ingu og er styrkt af íslenskum sjávar- furðum hf. Þeim sem vilja afla sér frekari upplýsinga um framkvæmd, verðlaun eða hvaðeina annað viðkom- andi því er bent á að hafa samband við þjónustumiðstöð UMFÍ. En við látum myndirnar sem teknar voru á félags- svæði Umf. Fjölnis í Grafarvoginum tala sínu máli. Stúlkurnar létu ekki sitt eftir liggja, en sýndu tilþrifí glímunni þegar þœr glímdu hver við aðra eðdþó við ,,sterkara ‘ ‘ kynið. /

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.