Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 30
Svo kom bændaglíman á eftir o^ þá sýndu menn frekar átök. ‘ ‘ Á ferðalagi í 5 vikur Glímuhópurinn var á ferðalagi í 5 vikur. Hann glímdi meðal annars í Voss, eins og áður sagði, Bergen og Osló. „Okkur var undantekningalaust vel tekið, nema þegar við komum til Bergen. Þá varð dálítið „skúffelsi.“ Þeir spurðu: „Hvar eru „jenturnar?“ því þeir héldu að glíma væri þjóðdans- ar og spurðu hvar stúlkurnar væru. I Osló var landsleikur í fótbolta við einhverja útlendinga og mikill fjöldi fólks sem hugðist fara þangað. Daginn áður var auglýst í blaði, að íslending- arnir ætluðu að bjóða hverjum, sem vildi, að reyna að standa í eina mínútu. Okkur var raðað upp með beltum og svo komu þarna miklir beljakar. Þeir fengu að benda á þann sem þeir vildu taka úr hópnum. Einn stór benti strax á Sigurð Greipsson. Sigurður tók hann eins og skot á sniðglímu og lagði hann. Sá stóri vildi fá að reyna aftur og reyndi nú að þyngja sig niður. Þá tók Sigurður hann á klofbragði. Sá stóri hrópaði upp: „Þetta er engin vitleysa, þetta eru bara brögð.“ Hann var yfir sig hrifinn og hvatti fleiri til að reyna við okkur. Eg lenti svo á öðrum og það var al- veg sama, þeir kunnu ekkert að verja sig gegn glímu og það var auðvelt að fella þá. En þetta varð til þess að það komu miklu fleiri til að sjá okkur, því blöðin sögðu, að þessi glíma væri eng- inn leikur.“ Snilldarlega frækinn Og úr því að minnst er á umfjöllun dagblaða má bæta því við að myndar- leg grein um Noregsför þeirra félaga birtist í Morgunblaðinu, skrifuð af Guðmundi G. Hagalín. Þar sagði með- al annars: „Mjög var dáð vörn Viggós Nathan- elssonar. Hann er minnstur glímu- mannanna, en snilldarlega frækinn. Ætlaði fögnuðurinn aldrei að taka enda, þá er honum var slengt út í loft- ið, en fætur komu fyrst niður...“ Viggó segir að „því miður“ hafi glíman breyst á seinni árum. „Eg er ekki ánægður með sumt af því sem komið hefur þarna inn. „Bolið“ er að vísu mikið til horfið, það var mjög á- berandi í gamla daga. En í kapp- glímunni lögðu menn ekki áherslu á að verjast, heldur að taka falleg brögð og fella andstæðinginn. Mér finnst glíman nú til dags of þung. Ef ég á að segja mitt álit, þá finnst mér að menn eigi ekki að fá að glíma, sem setja hendina út. Þeir verða að læra að detta. Það var það fyrsta sem ég kenndi mönnum, meðan ég var við kennslu.“ Áhugamaður um íþróttir Viggó segist reyna að halda sér við eftir föngum. Hann stundi æfingar, auk þess sem hann fari alltaf tvisvar í viku í sund og stundi gönguferðir. Hann er áhugamaður um íþróttir og fylgist með. Hann segir, að þær hafi breyst mikið, nú sé tæknin orðin miklu meiri. Ungt fólk eigi miklu meiri möguleika nú heldur en „í gamla daga.“ Hann segist hafa séð margt um æv- ina, en hrifnastur hafi hann verið af ólympíuleikunum í Berlín 1936. Hann fór þangað í flokki íslenskra glímu- manni, sem ferðaðist um og sýndi glímu. „Við ætluðum að vera í hálfan mánuð en það teygðist úr dvölinni, þannig að við vorum í tvo mánuði. Við fórum um marga bæi og sýndum. En á leikunum sjálfum sat Hitler í þriðja sæti fyrir ofan okkur í stúku. Þegar einhverjir unnu var alltaf farið með þá til Hitlers. Hann tók ekki í höndina á Jesse Owens, þótt hann ynni þrjú gull. Hann var svertingi og Hitler gat ekki þolað að hann ynni. En hvað um það, þessi ferð er ein sú eftirminnilegasta sem ég hef farið.“ Guðmundur G.Hagalín skrifaði grein í Morgunblaðið umferð þeirra félaganna til Noregs. ,,Bolið“ ermikið til horfið úr ts lenskri glímu, að þvíer Viggó segir. 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.