Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 18
Rúnar Júl. er einn úr É65-hópnum:
Mætir galvaskur á landsmótið
„Mér er landsmótið að Laugarvatni
1965 mjög minnisstætt. Það var hreint
út sagt alveg æðislegt. Þá var ég bæði
að keppa í fótbolta og spila með
Hljómum. Ég var þá með Ungmenna-
félagi Keflavíkur og ég held að við
höfum bara náð okkur í verðlaunapen-
ing þama ef ég man rétt. Ég hafði nóg
að gera þessa daga því ég var að keppa
á daginn og spila á kvöldin.“
Þetta segir Rúnar Júlíusson tónlist-
armaður í Keflavík, en hann var einn
þeirra fjölmörgu sem gerðu garðinn
vorum „öðruvísi,“ með bítlahár niður
á herðar. ‘ ‘
Aðspurður um hvort Rúnar haldi að
það verði horft eins mikið á Hljómana
á Laugarvatni í sumar eins og var fyrir
tæpum 30 árum, segir hann hlæjandi
að það verði „kannski öðruvísi.”
Græjurnar og dressin
Til gamans má skjóta því hér inn í,
að í bókinni Saga Landsmóta UMFÍ er
Áheyrendur flykktust að Hljómum, en lítið var dansað.
frægan á landsmóti UMFÍ á Laugar-
vatni 1965.
Rúnar mun aftur mæta galvaskur til
leiks á landsmótinu í ár með hljóm-
sveitina Hljóma í farteskinu. Þeir
munu leika fyrir dansi á laugardags-
kvöldinu þann 16. og er ekki að efa að
þess atburðar verður beðið með eftir-
væntingu. Rúnar segir að líklega hafi
veðrið verið minnisstæðast á landsmót-
inu ‘65.
„Það var alveg einstakt og stemn-
ingin alveg sérstaklega góð. Þarna
voru allir í sólarlandaskapi. En sam-
koman í heild var mjög sérstök og
mjög skemmtileg. Ekki spillti fyrir að
ég var í mjög vinsælli hljómsveit,
Hljómum. Það lá við að við þyrftum
lögregluvernd því allir vildu komast
sem næst okkur til að skoða okkur. Við
komum inn á svæðið í okkar merkta bíl
og vöktum strax mikla athygli. Við
því lýst mjög skemmtilega þegar
Hljómar komu þeysandi inn á svæðið:
„Þegar íþróttakeppninni var að ljúka
kom stór bíll brunandi inn á svæðið,
innanborðs var undarlega klætt fólk,
síðhært og með hatta, hafði yfir sér
annan blæ en var á flestum gestum
staðarins.
„Hvar getum við geymt græjurnar,
okkur vantar einhvern stað til að geta
dressað okkur upp,“ var sagt og stjórn-
endur mótsins ruku upp til handa og
fóta til að útvega Hljómum og fylgdar-
liði mannsæmandi aðstöðu. Þeim var
bent á skúr við völlinn nærri pallinum,
þar væri aðsetur mótsstjóra, stjörnurnar
gætu notast við hann. „Okey, við
þangað!“
Síðan segir að þegar Hljómar hafi
byrjað að leika hafi unglingarnir þyrpst
að þeim, en fáir hafi kunnað eða haft
uppburði til að dansa eftir þessari tón-
list, hafi verið vanari gömlu dönsunum
úr sínum heimasveitum.
Fæddur inn í hreyfinguna
Rúnar þekkir starf ungmennafélags-
hreyfingarinnar vel og raunar má segja
að hann hafi fæðst inn í hana.
„Móðir mín, Guðrún Stefánsdóttir
Bergmann, var einn af stofnendum
Ungmennafélags Keflavíkur. Ég var
því nánast skráður inn í félagið um leið
og ég var skírður. Ég helgaði mig fót-
boltanum en var ekki mikið á félags-
málasviðinu, enda var starf félagsins
einkum í kringum íþróttirnar.“
Nú er Rúnar ásamt fleirum í ‘65-
nefndinni, sem ætlar sér að hóa sem
flestum þátttakendum frá landsmótinu
1965 saman til ljúfra endurfunda.
„Það er alltaf gaman að rifja upp
svona skemmtilega atburði,“ segir
hann. „Það er sérstakur andi á þessum
mótum. Svo er Laugarvatn alveg ein-
stakur staður fyrir slíkt mótahald. Það
er í hæfilegri fjarlægð frá þéttbýlinu og
umhverfið aðlaðandi. Það er því til-
hlökkunarefni að mæta á landsmótið
nú.“
Menn voru léttklœddir í hitanum á lands-
mótinu á Laugarvatni ‘65.
18
Skinfaxi