Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 26
Þjóðlagasöngur og útreiðar Jennifer Rose Ramsay heitir hún, unga bandaríska stúlkan, sem kom hingað til lands á dögunum á vegum UMFÍ. Hún kom frá Danmörku, þar sem hún hafði dvalið um skeið og flutt þar- lendum tónlist sína. Hún er nefnilega vel þekkt þjóðlagasöngkona og hefur ferðast víða með gítarinn sinn og hald- ið tónleika. Að þessu sinni ferðaðist hún á veg- um dönsku ungmennafélaganna og hélt 20 tónleika á fimm vikum. Hér á landi dvaldi hún í nokkra daga með aðsetur í ranni Olínu Sveins. í Kópavoginum. Jennifer gafst meðal annars kostur á að fara í fylgd góðra manna á leiksýn- ingu Umf. Reykdæla í Reykholti. Þar var verið að sýna söngleikritið „Draumóra“ sem gert er við lög Magnúsar Kjartanssonar. Að sýningu lokinni var Þorvaldi Jónssyni, höfundi og leikstjóra „Draumóra“ veitt starfsmerki UMFI fyrir mikið og gott starf að félagsmál- um í þágu ungmennafélagshreyfingar- innar. I þessari umræddu heimsókn tók Jennifer Rose lagið við góðar undir- tektir viðstaddra. Meðfylgjandi mynd var tekin af Jennifer Rose þegar hún var að leggja af stað í stuttan útreiðatúr í Kópavogi. Allt þetta hefur vafalaust átt sinn þátt í því að hún er staðráðin í að koma hing- að aftur eins fljótt og hún getur, að því er hún segir í bréfi sem barst á skrif- stofu UMFÍ frá henni, þar sem hún þakkar fyrir ógleymanlega dvöl. Jennifer Rose á þeim jarpa í Kópavog- inwn. Vill eignast pennavin Finnsk stúlka í 4H-samtökunum vill gjarnan eignast pennavini á Is- landi. Hún er 17 ára og er í mennta- skóla. Hún leikur á píanó, en auk þess eru áhugamál hennar dans og handavinna. Hún skrifar á ensku. Nafn og heimilisfang er eftirfar- andi: Tanja Vaananen ppA 1 Juopuli 91 300 Ylikiimink, Finland Skinfaxi Ert þú áskrifandi? Það getur þú gerst í síma 91-682929 Vísnaþáttur Ekki þarf að kvarta yfir ágengni vísnavina um þessar mundir. Um- sjónarmaður þáttarins telur litla á- stæðu til að honum verði haldið á- fram í núverandi formi, ef hlutur les- enda eykst ekki til muna. Óskar Agústsson fyrrverandi for- maður HSÞ hefur sótt mörg landsmót og þekkir vel stemninguna sem skap- ast þar. Hann segir: Að Laugarvatni létt og hress látum sönginn óma. Þar ýmsir kyrja öll sín vers okkar þjóð til sóma. Ólína Gísladóttir í Borgarnesi er í svipuðum hugleiðingum: Að Laugarvatni létt og hress við látum sönginn óma. Ætla ég að óska þess að hann megi hljóma. Og hún bætir við: Hljóma hátt um völl og veg vera okkur til sóma. Æska vor er yndisleg í ævintýraljóma! Að þessu sinni verður enginn fyrripartur heldur eru lesendur blaðs- ins beðnir að senda inn vísur sem verða til á landsmótinu á Laugarvatni eða í tengslum við landsmótið. Munu þær birtast í blaðinu sem greinir frá úrslitum 21. landsmóts UMFI. Ingimundur 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.