Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 33
Ábending til ungmennafélaganna:
Dans um allt land
vinabönd og tengsl mynduð og/eða
endurnýjuð. Sérstök efnisskrá er fyrir
börn, unglinga og fatlaða. Á mótið
koma þátttakendur frá öllum Norður-
löndunum, þar með talið íslandi,
vegum margra þeirra hafa komið út ít-
arlegar danslýsingabækur með nótum
og jafnvel snældum sem hægt er að
nota til kennslu og skemmtunar. Þessar
bækur er hægt að kaupa og nota sam-
Greinarhöfundar vilja efla dans innan ungmennafélaganna um land allt.
Eins og allir vita er íslenska Lýð-
veldið 50 ára í ár og því ekki úr vegi
að vekja áhuga ungmennafélaga á ís-
lenskum dönsum. En það voru einmitt
ungmennafélögin sem stuðluðu að
áhuga á íslenskum dönsum snemma á
öldinni.
Á síðustu áratugum hefur dansstarf
innan ungmennafélaganna þó verið
ákaflega lítið og eru þar ýmsar ástæður
sem valda. Ein orsökin er vafalítið
vöntun á kennslubók með danslýsing-
um og tónlist en þær bækur sem gefnar
hafa verið út á öldinni eru löngu upp-
seldar. Á því mun væntanlega verða
breyting á þessu ári en þá mun korna út
ítarleg bók með danslýsingum um á
170 dönsum sem dansaðir hafa verið út
um landið á síðustu öld.
í bókinni er lýsing á völsum, skott-
ísum, rælum, marsúrkum, mars, vínar-
krussum og fleiru. Auk þess verður
nokkuð úrval nótna við dansana. í bók-
inni er einnig rakin saga „gömlu
dansanna“ á íslandi. Dr. Sigríður Val-
geirsdóttir og Mínerva Jónsdóttir tóku
bókina saman en þær hafa ferðast um
landið síðustu 35 árin til að safna efni í
hana.
NORDLEK
NORDLEK er samstarf 24 félaga,
aðallega ungmennafélaga, á Norður-
löndunum, sem hafa dans, alþýðutón-
list og byggðamenningu á stefnuskrá
sinni. Á vegum samtakanna eru haldin
ýmis námskeið og mót, auk skipta á
leiðbeinendum í dansi, tónlist og Óeiru.
Einnig er í gildi samkomulag við
Eystrasaltslöndin um gagnkvæmar
heimsóknir hópa.
Þriðja hvert ár er haldið stórt mót til
skiptis á stærri Norðurlöndunum, þ.e.
Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Dan-
mörku. Þangað koma dansarar, spilarar
og áhugafólk um þjóðbúninga og aðra
handiðn og skemmta sér og læra hvert
af öðru í 5 daga samfellt. Mikil og góð
stemning er jafnan á slíkum mótum.
Dansað og spilað fram á rauða nótt og
Grænlandi, Færeyjum og Alandseyj-
um.
I tengslum við mótið er haldinn árs-
fundur samtakanna þar sem starfið
framundan er rætt og skipulagt. Næsta
stórmót verður í Linköbing í Svíþjóð í
júlí í sumar.
Eitt það nýjasta í starfi NORDLEK
er sérstakt mót fyrir börn og unglinga á
aldrinum 8-16 ára. Það nefnist Barnlek
og mun næsta mót fara fram í Gjövík í
Noregi í ágúst 1995. Þema mótsins er
ævintýri og þjóðsögur. I tengslum við
mótið verður efnt til teiknisamkeppni
þar sem efniviðurinn er sóttur í ævin-
týri og þjóðsögur.
Möguleikar til samstarfs
Eins og áður sagði eru mörg ung-
ntennafélaganna á hinum Norðurlönd-
unum innan vébanda NORDLEK. Á
hliða kennslu í íslenskum dönsum og
auka þannig fjölbreytnina.
Ef UMFÍ gerðist aðili að þessum
samtökum opnast möguleikar fyrir
ungmennafélaga til að taka þátt í þessu
samstarfi bæði með ferðalögum til
hinna Norðurlandanna og Eystrasalts-
landanna og einnig með móttöku á
leiðbeinendum frá einhverju hinna
Norðurlandanna sem nýst gæti mörg-
um félögum í sömu ferð.
Ungmennafélagar! Tökum nú
höndum saman og konium á fót
danskennslu innan ungmennafélag-
anna og dönsum okkur til ánægju og
heilsubótar, því dans er ekki ein-
göngu list heldur einnig íþrótt, og
stuðlum þannig einnig að varðveislu
íslensks menningararfs.
Lilja Petra Ásgeirsdóttir,
Umf. Afturelding
Eiín Svava Elíasdóttir,
Umf. Fjölni.
Skinfaxi
33