Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 29
Gott að láta ungl- ingana glíma - segir Viggó Nathanelsson, níræður eidhugi, sem minnist frægrar glímuferðar til Noregs „Mér finnst ekkert til um þessar þrekíþróttir sem nú eru svo vinsælar. Þær eru ekkert fyrir fjöldann. Léttar glímuæfingar eru miklu ákjósanlegri, því þær veita alhliða þjálfun. Ég er mjög ánægður með þá stefnu ung- mennafélaganna, að láta unglingana glíma.“ Þetta segir Viggó Nathanelsson, frækinn glímukappi hér á árum áður, sem dvelur nú á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Viggó hefur unnið sér ýmislegt til frægðar á langri ævi, en hann stendur nú á níræðu. Hann fór meðal annars í fræga glímuferð lil Noregs fyrir tæpum sjötíu árum, ásamt fleirum, þar sem íslenska glíman var kynnt, sem sýningar- og keppnisgrein. Byrjaði fyrir vestan. Viggó byrjaði að stunda íþróttir með Umf. Höfrungi á Þingeyri í Dýrafirði. „Þá var mikill íþróttaáhugi þar, þótt enginn væri leikfimikennarinn. Svo komu menn frá Reykjavík, eins og Jón Þorsteinsson og kenndu íþróttir og sund á sumrin. Þá vaknaði áhuginn hjá okkur mörgum. Það var mikið af íþróttafólki á Þingeyri, þegar þetta var. ‘ ‘ Viggó ákvað að fara á 3 mánaða námskeið, þar sem hann lærði íþrótta- kennslu. Arið eftir hélt hann svo til Danmerkur í ferð, þar sem sýnd var glíma. I þeirri ferð bauð Niels Bukk skólastjóri íþróttaskólans í Ollerup á Fjóni honum að dvelja í skólanum um veturinn. Að þeirri dvöl lokinni kom Viggó heim og fór að kenna á Þingeyri og svo á héraðsskólanum að Núpi í níu ár. Þá flutti hann til Reykjavíkur og hóf að kenna í Miðbæjarskólanum. A kvöldin kenndi hann svo í Verslunar- skólanum. Viggó fór einnig um landið með námskeið, þar sem hann kenndi íþróttir og sund, m.a. í Önundarfirði, Súgandafirði og í Reykjanesi. Lagt upp í glímuferð Það var árið 1925, sem Viggó lagði upp, ásamt hóp úrvals glímumanna, í glíniuferð til Noregs. Hún var farin á vegum ungmennafélaganna. „Þessi ferð er sú erfiðasta glímuferð sem ég hef farið, og hef ég þó farið þær nokkrar. Við lentum í því að það var að ganga einhver umferðarpest og við veiktumst þrír, þar á meðal Jón Þorsteinsson sem var fararstjóri. Annar félagi okkar veiktist svo af taugaveiki. Við sváfum saman í hjónarúmi nóttina sem það uppgötvaðist að hann var kominn með ofsalegan hita. Það stóð til að setja mig í algera einangrun, en læknirinn sem vitjaði hans áttaði sig ekki á að um taugaveiki væri að ræða. Ég var því látinn halda ferðinni áfram. Daginn eftir kom svo íslenskur læknir og hann var varla búinn að líta á sjúkl- inginn þegar hann kvað upp úr með að þetta væri taugaveiki. Þá var of seint að setja okkur í einangrun, en sem betur fer veiktust ekki fleiri. Félagi okkar lá í meir en mánuð á sjúkrahúsi meðan hann var að jafna sig. Okkur gekk svona upp og ofan í ferðinni. Aðstaðan var mjög misjöfn og einu sinni vorum við meir að segja látnir glíma á sandi. Þeir héldu víst að það væri gott að detta á hann! En það var hin mesta þraut að glíma á honum, maður hafði ekkert vald á andstæð- ingnum, átti nóg með sjálfan sig. I Voss hallaði senan ákaflega mikið fram. Þar var dálítið erfitt að glíma og Sigurður Greipsson missti mig fram af senunni í einu bragðinu. Hann tók mig á sniðglímu og ég kom niður á hend- urnar og fór fram af. Þegar við vorum að fara út með flokka, þá var sýningarglíma fyrst. Þá var ekki beitt kröftum og ekki lagt mikið upp úr því að fella, heldur sýna falleg brögð og vera léttir og mjúkir. Viggó segist fylgjast vel með því sem er að gerast á íþróttasviðinu. Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.