Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 16
Landsmótsspá: UMFG vinnur í úrslitaleik - Sigurður Hjörleifsson unglingalandsliðsþjálfari kvenna í körfubolta spáir um úrslit í körfubolta á landsmóti UMFÍ Erfitt er að spá um endanlega röð körfuboltaliðanna á landsmóti UMFI að Laugarvatni í sumar, þar sem ekki er vitað hvort útlendingar liðanna frá síðasta vetri verði með. Miðum við að þeir verði ekki með. Spáin er eftirfar- andi; A. - riðill B. - riðill UMSS UMFG UMSB UMFK UÍA UMFN UMSK HSH UMFG vinnur UMSS í úrslitaleik þar sem þeir hafa mun meiri breidd og reynslumeiri leikmenn og örugglega lítinn áhuga á að tapa öðrum titli í ár. UMFK vinnur UMSB í leik um þriðja sætið ef þeir stilla upp sínu sterkasta liði, þeir hafa einfaldlega mun betra lið. UMFN vinnur síðan UÍA í keppni um fimmta sætið, þó gæti UMFN spil- að um sæti mun ofar ef þeir mæta á mótið af fullri alvöru. Ef, hins vegar, liðin mæta með sfna útlendinga á Keflvíkingar og Grindvíkingar koma við sögu í körfuboltanum á landsmótinu. landsmótið gæti þessi spá breyst veru- i Með von um glæsilega íþróttahátíð lega. I á Laugarvatni. UMSK og UÍA leika til úrslita - Albert H.N. Valdimarsson skrifar um líkleg úrslit íblakinu Ég spái því að blaklið UMSK verði í 1. sæti í blakkeppni landsmótsins á Laugarvatni. Það rökstyð ég þannig að UMSK hefur lið innan sinna vébanda sem er íslandsmeistari í blaki. Þá hefur blaklið Stjörnunnar í Garðabæ á að skipa ungum og frískum strákum og er þetta í fyrsta sinn sem UMSK hefur úr tveim góðum blakliðum að velja í UMSK-lið. Þeir hafa því aldrei staðið sterkar að vígi. Ég geri ráð fyrir því að UIA spili úr- slitaleikinn við UMSK og verði í 2. sæti. UÍA er 1. deildar lið og hefur ver- ið það í mörg ár og á góða blakmenn innan sinna vébanda. Þetta eru 1. deildar liðin, sem taka þátt í keppninni á landsmótinu. Önnur lið sem taka þátt að þessu sinni koma úr 2. deild eða eru samansett af bæði ungum og eldri iðkendum. UNÞ kemur nokkuð sterkt til leiks nú. Það var í 4. sæti síðast. Nú spái ég því að UNÞ nái 3. sætinu. I því liði eru gamalgrónir og góðir leikmenn og allavega 2-3 sem spilað hafa í 1. deild og jafnvel orðið Islandsmeistarar með 1. deildar liðum. Ég geri ráð fyrir að UNÞ komi til með að spila um 3. sætið við HSK. HSK-menn hafa í gegnum tíðina unnið blakkeppnina á landsmóti, þó svo að þeir hafi fljótt á litið ekki sérlega sterka leikmenn innan sinna vébanda þá hafa þeir alltaf komið miklu sterkari til íeiks, en spáð hefur verið fyrirfram. Ég spái þeim nú 4. sætinu. Svo fer að vandast málið með fram- haldið. Ég setti UMSE í 5. sæti og USÚ í 6. sætið. Sindramenn hafa spilað í 2. deildinni og sýnt nokkuð góðar fram- farir í blakinu. Þess má geta að þeir hafa verið með kínverskan þjálfara. Ég geri ráð fyrir að UMSE vinni USÚ, því þeir eru með Dalvík, sem er nokkuð sterkt 2. deildar lið. I 7. sætið set ég HSÞ, sem hefur alltaf getað sett saman sæmilega gott lið á landsmóti. Ég þori þó ekki að spá þeim hærra. Um þau Iið sem eftir eru er erfitt að segja. HSH er með Kjartan Pál Einarsson í sínum hópi og er með alveg sæmilegt lið. Svo koma þrjú lið sem ég spái botnsætunum í einhverri röð, þ.e. UDN, UMFN og UMFK. En hvemig sem málin skipast á end- anum þá er ánægjulegt að sjá hve góð þátttaka er í blakkeppni á landsmóti. 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.