Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 22
Umf. Fram á Skagaströnd: Nýjungar í starfi Göngudagur fjölskyldunnar 1994: Nú eiga allir að vera með Steinunn Steinþórsdóttir er formað- ur Ungmennafélagsins Fram á Skaga- strönd. Hefur hún sem formaður farið ó- troðnar slóðir á ýmsum sviðum. Má til dæmis nefna að félagið hefur boðið upp á námskeið í ungbarnaleikfimi. Kennari er Carl Erik Jakobsen. Var námskeiðið vel sótt og tókst með mikl- um ágætum. Þá stóð félagið fyrir söfnun í dósagám sem mun í framtíðinni skila því einhverjum tekjum. Steinunn hefur einnig verið óspör að ýta á eftir íþróttahússbyggingu við misjafna hrifningu hreppsnefndar- manna. (Heimild: Fréttabréf UMF. Fram) ,,Calle“ með ungbörn í leikfimi. 1994, sem nú stendur yfir, en upplagt er að tengja göngudag fjölskyldunnar við það. Stjórnir ungmennafélaga og fram- kvæmdastjórar eru hvattir til að skipu- leggja göngudag og gera hann þannig að allur almenningur, sem ann útivist, eigi kost á að vera með. Ef skátar eru starfandi á viðkomandi félagssvæði er upplagt að leita samvinnu við þá. Einnig væri æskilegt að finna trimm- hópa á staðnum, sem gætu tekið þátt, svo og aðra hópa eins og hjónaklúbba, félag eldri borgara eða starfshópa vinnustaða, svo eitthvað sé nefnt. Svo er um að gera að fá sögumann í hópinn, leiktæki fyrir börn, eins og bolta, og best væri að enda með einhverri skemmtilegri uppákomu eins og sam- eiginlegri grillveislu. Þeir sem eru að undirbúa göngudag ættu endilega að hafa samband við Þjónustumiðstöð UMFÍ, síma 91- 682929, ef þá vanhagar um einhverjar upplýsingar, auglýsingaskilti eða viður- kenningar. Og svo er bara að drífa sig út undir bert loft og verða sér úti um holla hreyfingu í góðum félagsskap. Árið í ár er hið fimmtánda í röðinni sem UMFÍ-félögin efna til göngudags fjölskyldunnar. Að þessu sinni var hann ákveðinn 26. júní. Vert er að benda á að það er þó eng- inn bundinn við þessa dagsetningu. Fé- lögin eða einstakir hópar geta sem best efnt til síns göngudags síðar í sumar eftir því sem hentar hverjum og einum. Hægt er að fara í göngutúra, skokk eða til dæmis berjamó. Aðalatriðið er að njóta útivistar og hollrar hreyfingar og hvetur UMFÍ sem flesta til þátttöku. Þá má minna á Lýðveldishlaupið Allir œllu að taka þátt í göngudegi fjölskyldunnar. 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.