Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 15
Landsmótsspá: Vinna Keflvíkingar annað landsmötið í röð? - Knattspyrnukonan Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari og leikmaður Breiðabliks spáir í úrslit knattspyrnu karla á landsmóti. Átta knattspyrnulið karla komast á landsmót að þessu sinni. Þegar þessi spá er skrifuð er enn ekki Ijóst hvaða átta lið það verða, því riðlakeppninni er ekki lokið. Mikið álag er á liðum í íslandsmóti og bikarkeppni og því hef- ur reynst erfitt að koma leikjum fyrir. Erfitt er að spá um úrslit þegar svo stendur á og er vonandi að enginn móðgist þó ég ,,ákveði“ hvaða lið komist áfram úr tveim af riðlunum af fjórum. Úr A-riðli: UMFK og UMFN Úr B-riðli: Riðlakeppni ekki lokið en væntanlega UMSK og HSH Úr C-riðli: Riðlakeppni ekki lokið, en HSB eiga öruggt sæti og væntan- lega UMSS Úr D-riðli: UÍÓ og UMSE Þessum átta liðum verður skipt í tvo riðla þar sem tvö efstu liðin fara áfram í undanúrslit. Sigurvegararnir fara svo í úslitaleik. Tvö þessara liða, þ.e. UMSK og UMFK, eru skipuð leikmönnum sem leika í 1. deild með félagsliðum sínum. Verða þau að teljast sigurstranglegust Keflvíkingum er spáð góðu gengi á lands- mótinu. svo framarlega sem þau tefli frarn sín- um sterkustu liðum. Lið UMFK sigraði á landsmótinu í Mosfellsbæ 1990 en UMSK hefur úr geysilegum fjölda leikmanna að velja og ég spái að þeir muni veita Keflvíkingum harða keppni um gullið. Lið UÍÓ lenti í 5. sæti á síð- asta landsmóti en þeir eru með sterkt lið um þessar mundir og eru líklegastir til að lenda í 3. sæti. Þar fyrir neðan berjast svo UMFN, sem sigruðu 2. deildar lið á Selfossi í A-riðli, og HSH, sem lentu í 3. sæti í Mosfellsbæ og hafa brons að verja. UMSE og UMSS gætu blandað sér í þessa baráttu um sæti í undanúrslitum en ég er samt ekki of bjartsýn á það. Lið ÚMSE hafnaði í 6. sæti á síðasta landsmóti og ég hallast að því að svo verði einnig að þessu sinni. Skagfirð- ingar hafa ekki sent sitt sterkasta lið á landsmót undanfarið og hafa lent neð- an við miðju. Eg held, þó ég sé Skag- firðingur í húð og hár, að svo verði einnig nú. HSB hafa ekki verið með á tveim síðustu landsmótum og eru nokkuð óskrifað blað. Þrátt fyrir að riðlakeppninni sé ekki lokið og ekki vitað hvort liðin sendi sín sterkustu lið ætla ég að láta lokaröðina flakka: 1. UMFK 2. UMSK 3. UÍÓ 4. HSH 5. UMFN 6. UMSE 7. UMSS 8. HSB. Hver vinnur handboltann? - Erla Rafnsdóttir landsliðsþjálfari spáir í úrslit í handbolta kvenna á landsmóti Mér þykir líklegast að UMSK taki titilinn í handbolta kvenna á landsmót- inu, svo framarlega sem þau lið verði með sem eiga rétt á því. Þá á ég við Gróttu, Stjörnuna og Áftureldingu. Öll þessi félög, nema Afturelding, eru með lið í 1. deild, þannig að í ljósi þess myndi ég telja UMSK sigurstrangleg- ast. Þó ber að horfa á það að úrslit í handbolta kvenna hafa oft verið á ann- an veg en spáð hefur verið þar sem leikirnir fara fram úti. Þess vegna hafa lið, sem hafa kannski ekki verið ofar- lega á blaði, veitt hinum mikla keppni. Liðin hafa haft gaman af að spila undir þessum kringumstæðum. Hvað sem því líður þá myndi ég ekki segja að þetta yrði einstefna hjá UMSK, en þær eiga að vinna þetta. Af ofangreindum ástæðum er erfitt að spá fyrir um röð annarra liða. Eg myndi þó setja UMFG í 2. sætið. í 3. sæti set ég UMFK. Að vísu hafa margar UMFK- stúlknanna farið yfir í UMSK, en ég held að liðið ætti engu að síður mögu- leika á að verða númer þrjú. 1 4. sæti set ég HSK, þá UÍA og loks Umf. Fjölni. Þetta er sagt með fyrirvara, því til þessara liða þekki ég misjafnlega mikið, auk þess sem allt getur gerst á landsmóti. Það á örugglega eftir að verða spennandi og skemmtileg keppni sem fram fer á landsmótinu á Laugarvatni í júlí. Það skapast alltaf mjög sérstök stemning á slíkum mótum sem fyrir- finnst hvergi annars staðar. Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.