Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 19
Nýjungar í starfi íþróttamiðstöðvar íslands:
Aukin áhersla á þjónustu
við íþróttahópa
Stefnt er að því að taka upp ýmsar nýjungar í starfsemi Iþróttamiðstöðvarinnar á nœst-
unni. Að rekstri hennar standa sex aðilar, UMFÍ, ISÍ, Iþróttakennaraskóli íslands, Hér-
aðsskólinn og Menntaskólinn á Laugarvatni, Laugardalshreppur og menntamálaráðu-
neytið.
Ýmsar nýjungar munu vera á döf-
inni í starfi íþróttamiðstöðvar Islands á
Laugarvatni, samkvæmt samþykktum
sem gerðar voru á aðalfundi hennar nú
nýlega.
„Við ætlum okkur að leggja aukna
áhersiu á aðstöðu fyrir íþróttahópa og
þjónustu við þá,“ sagði Kári Jónsson
framkvæmdastjóri Iþróttamiðstöðvar-
innar er Skinfaxi ræddi við hann eftir
fundinn.
„Við erurn að bæta gistiaðstöðuna,
skipta út húsgögnum og setja ný rúm í
öll herbergi. I kjallaranum erum við að
útbúa betri hvíldaraðstöðu. Þar verður
aðstaða fyrir nuddara, sem þegar er til-
búin, og við getum jafnvel boðið upp á
sjúkraþjálfun hér í sumar og vonandi í
framtíðinni. Þar verða einnig ljósa-
bekkir og gufubað, þannig að hvíldar-
aðstaðan verður mjög góð þegar þetta
er komið í gagnið. Við vonumst til
þess að það verði í sumar. Markmiðið
er að fólk geti hvílst vel eftir æfingar.“
Kári sagði að einnig væri fyrirhugað
að bæta afþreyinguna í Iþróttamiðstöð-
inni, þannig að fólk gæti valið þar á
ntilli mismunandi íþróttarása í sjón-
varpi. Til þessa hefði aðeins verið boð-
ið upp á Ríkissjónvarpið, en á því yrði
bráðlega breyting.
„I kringum landsmótið verða settir
upp hér á svæðinu stórir skjáir, þannig
að fólk geti fylgst með úrslitaleikjun-
um í fótboltanum.“
Boðið upp á mælingar
í bígerð er að bjóða íþróttahópum
upp á þrekmælingar.
„Það er um að ræða þessar frægu
mjólkursýrumælingar,“ sagði Kári,
„þar sem tekinn er blóðdropi úr í-
þróttamanninum undir álagi og mælt
hver mjólkursýruframleiðslan er hjá
honum. Út frá því er fundið út á hvaða
álagi hann á að vera í þjálfun. Þannig
getum við aðstoðað menn við að stilla
íþróttamennina sína inn á rétt álag þeg-
ar þeir fara heint aftur að dvölinni af-
lokinni.“
Þegar dregur nær hausti reikna for-
svarsmenn Iþróttamiðstöðvarinnar með
því að vera í góðri samvinnu við
Iþróttakennaraskólann á Laugarvatni.
„Við höfum fengið gott vilyrði fyrir
fjárveitingu í ýmis mælitæki, bæði
púlsmæla, mjólkursýrumæla, hlaupa-
bretti og ýmis tæki til að mæla lífeðlis-
fræðilega álagið á íþróttamönnum.
Þessi tæki verða staðsett í kjallara
íþróttamiðstöðvarinnar, en þau verða
einnig nýtt af íþróttakennaraskólanum.
Við erum þar í samstarfi við líffræði-
deild Háskóla Islands, þá Þórarin
Sveinsson og félaga. Við erum að
tengja okkur sérfræðingum og höfum
hér aðstöðu til að framkvæma þetta.
Hér geta hóparnir gist, æft og látið
mæla sig.“
Sú glæsilega íþróttaðastaða sem
fullgerð verður fyrir landsmótið í ár
skapar Iþróttamiðstöðinni mikla mögu-
leika.
„Hitalagnirnar í brautinni veita okk-
ur möguleika til æfinga og mælinga
langt fram á haust og jafnvel allan vet-
urinn,“ sagði Kári. „Við vonumst til
þess að afreksíþróttamennirnir okkar
líti frekar lil okkar heldur en annarra
landa, þegar þeir sækja í æfingabúðir.
Hér hafa þeir mjög góða aðstöðu til að
æfa markvisst langtímum saman.”
Rómuð aðstaða
Það þarf ekki að fara mörgum orð-
um urn aðstöðu til útivistar á Laugar-
vatni, svo góð sem hún er. Þar eru
báta- og seglbrettaleiga, merkar göngu-
og skokkleiðir, lítill golfvöllur, sund-
laug og gufubaðið fræga. Nú státar
Laugarvatn einnig af nýjum veitinga-
stað, þar sem hægt er að eiga notalegt
kvöld eftir erfiðan dag.
„Hingað sækja mjög fjölbreyttir hóp-
ar,“ sagði Kári, „fyrirtæki með sitt
starfsfólk, orlofshópar og ýmsir íþrótta-
hópar. Aðsóknin hefur verið rnjög
þokkaleg, en við höfum ekki harmað þó
það dytti út ein og ein vika í gistingu,
því við höfum notað tækifærið til að taka
húsnæðið í gegn, þrifið allt hátt og lágt,
bónað og skúrað út úr dyrum. Við ætlum
að sýna gott andlit á landsmótinu.“
íþróttamiðstöðin getur nú tekið á
móti 62 í rúm, en auk þess er boðið
upp á dýnupláss á gólfi. „Við ætlum að
vera vel í sviðsljósinu í sumar og reyna
að gera þessa starfsemi þannig úr garði
að íþróttahóparnir hafi eitthvað hingað
að sækja,“ sagði Kári að lokum.
Skinfaxi
19