Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 20
i^g mm,pisHLAvpiÐ
Fólk á öllum aldri tekur þátt í Lýðveldishlaupinu eins og sjá má.
Lýðveldishlaup UMFÍ:
Geysimikil þátttaka
Það er greinilega mikill áhugi á
Lýðveldishlaupi UMFÍ um allt land.
Segja má að allar línur hafi verið rauð-
glóandi í þjónustumiðstöð UMFI dag-
ana eftir að það hafði verið ræst.
Það var eins og stemningin við í-
þróttamiðstöðina í Grafarvogi, þegar
hlaupinu var hleypt af stokkunum þar,
hafi verið fyrirboði þeirra góðu viðtaka
sem það hefur síðan fengið. Sól skein í
heiði og upp úr hádeginu fór að
streyma að fólk til að taka þátt í þess-
um skemmtilega viðburði. I fyrstu var
efnt til dagskrár í íþróttamiðstöðinni.
Þar flutti meðal annarra formaður
UMFÍ, Þórir Jónsson, ávarp. Að lokn-
um ávörpum sýndu nokkrir vaskir
glímumenn listir sínar, þá tóku íslensk-
ir þjóðdansarar sporið og loks var
fjöldasöngur.
Að því búnu var gengið út að fánum
skreyttu rásmarkinu. Þar klippti Vigdís
Finnbogadóttir, forseti Islands á borða
og ræsti Lýðveldishlaupið. Mikill
Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir,
klippti á borðatm og þar tneð var hlaupið
hafið. Við hlið henni er Þórir Jónsson
formaður UMFÍ.
fjöldi fólks öllum aldri lagði að baki þá
þrjá kílómetra sem gert er ráð fyrir að
séu farnir.
Síðan þetta var hafa pantanir á
skráningabókum streymt inn til þjón-
ustumiðstöðvar UMFI og má búast við
geysimikilli þátttöku. Þegar þetta er
skrifað hafa verið prentaðar tuttugu
þúsund bækur og útlit fyrir að prenta
þurfi fleiri. Er ánægjulegt hve margir
hafa sýnt hug á vera með í þessu fram-
taki sem UMFÍ stendur fyrir til að
minnast lýðveldisstofnunarinnar 1944
og stuðla að hollri hreyfingu meðal al-
mennings. Þá er ekki síður ánægjulegt
að sjá hve vel er að Lýðveldishlaupinu
staðið, þar sem flest félög hafa leitast
við að gera þátttöku almennings sem
auðveldasta.
Borist hefur fjöldi fyrirspuma, m.a.
um hvort hægt sé að nálgast slíkar
skráningabækur erlendis, til dæmis í
sendiráðum. Svarið er, að sé viðkom-
andi á leið til útlanda, getur hann
20
Skinfaxi