Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 24
Nýstofnað ungmennafélag, Umf. Glói, á Siglufirði:
Það byrjaði allt
með fáeinum krökk-
um í körfubolta
Aliugasamirfélagar á stofufundi
„Upphafið á þessu öllu var það, að
fyrir 7-8 mánuðum var maður að nafni
Sigurður G. Þorleifsson beðinn um að
þjálfa í körfubolta á Siglufirði. Hann
byrjaði með nokkra krakka, og í lok
mars voru þeir orðnir 50-60 talsins.
Þegar svo var komið ákváðum við að
stofna félag og velja ungmennafélags-
formið utan um það,“ sagði Erlingur
Arnarson á Siglufirði í stuttu spjalli við
Skinfaxa.
Og það er óhætt að segja að boltinn
hafi hlaðið utan á sig á Siglufirði, því
ekki voru liðnar nema fáeinar vikur frá
því að nokkrir krakkar mættu í körfu-
bolta og þar til búið var að stofna Ung-
mennafélagið Glóa, sem var stofnað
þann 17. apríl sl. Formaður er téður
Sigurður Gestur Þorleifsson, en aðrir í
stjórn eru Ásta Katrín Helgadóttir, rit-
ari, Erlingur Arnarson gjaldkeri, Þuríð-
ur Helga Þorsteinsdóttir og Þórarinn
Hannesson.
Umf. Glói starfar nú í tveim deild-
um. Þórarinn Hannesson er formaður
frjálsíþróttadeildar og Erlingur Arnar-
son er formaður körfuknattleiksdeildar.
„Á stofnfundinn hjá okkur mættu for-
maður UMFÍ, Þórir Jónsson, svo og
Sæmundur Runólfsson framkvæmda-
stjóri og Hörður Óskarsson starfsmað-
ur UMFÍ. Þarna voru mættir 50 stofn-
félagar, en nú, fáeinum vikum síðar,
eru félagarnir orðnir 160 talsins, sem
mun vera 9 prósent af bæjarbúum,“
sagði Erlingur.
Á aðalfundinum var samþykkt að
efna til samkeppni um nafn á félaginu.
Alls bárust 130 tillögur og voru yngri
félagsmenn ólatir við að senda inn
hugmyndir. Síðan ákvað stjórn félags-
ins að velja félaginu nafnið Glói. Heið-
urinn af þeirri nafngift átti ungur Sigl-
firðingur, Benedikt Stefánsson. Hann
hlaut vegleg verðlaun og svo auðvitað
heiðurinn af því að eiga hugmyndina
að nafninu.
Aðspurður um hvers vegna ung-
mennafélagsformið hefði orðið fyrir
valinu, þegar félaginu var ýtt úr vör
sagði Erlingur að það hefði verið talið
henta best.
„Það er miklu opnara, það stílar
ekki bara inn á afreksfólk, heldur rúm-
ast allir innan þess. Það er engin laun-
ung að ungmennafélagsformið hefur
náð góðri fótfestu úti á landsbyggðinni
og okkur þótti það henta okkur best.“
Aðspurður um hvað væri fram und-
an hjá Umf. Glóa sagði Erlingur að fé-
lagið myndi að sjálfsögðu sjá um fram-
kvæmd Lýðveldishlaups UMFÍ í bæn-
um og væri geysimikill áhugi fyrir því.
Varðandi körfuboltadeildina væri
markmiðið að senda nokkra flokka á
íslandsmótið næsta haust. Til undir-
búnings hefðu verið sendir þrír ein-
staklingar á þjálfaranámskeið hjá KKI.
I sumar yrðu settar upp körfur í íþrótta-
húsið á staðnum og þá færi væntanlega
fram vígsluleikur. Loks væri stefnt að
því að setja upp æfingabúðir í körfu í
ágúst.
„Þá hefur Siglufjarðarbær veitt
frjálsíþróttadeild Umf. Glóa 350 þús-
und króna styrk til þess að kaupa tæki
til að iðka frjálsíþróttir. Það er mikill
hugur í okkur og deildin stefnir á að
senda lið á unglingalandsmót UMFI á
næsta ári. Við viljum biðja fyrir þakkir
til starfsmanna UMFÍ, ekki síst Harðar
Óskarssonar, fyrir hjálpsemina við
stofnun Umf. Glóa,” sagði Erlingur að
lokum.
24
Skinfaxi