Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 31
Lífsstíll ‘94: Er íþróttahreyfingin á villigötum? „Markmiðið með þessari ráðstefnu var að opna umræðuna um samskipti fjölskyldunnar og íþróttahreyfingarinn- ar, svo og tengslin milli íþróttahreyf- ingarinnar og skólans,“ sagði Kolviður Helgason formaður knattspyrnudeildar HK, en í vor stóð stuðningshópur knattspyrnudeildarinnar fyrir myndar- legri ráðstefnu undir heitinu Lífsstíll ‘94. Ráðstefnan þótti takast rnjög vel, en aðsókn hefði mátt vera meiri. „Eins og allir vita eru það aðeins ör- fáir aðilar sem standa venjulega í eld- línunni við það að ná inn fjármagni til að reka íþróttahreyfinguna, “ sagði Kolviður. „Spurningin er: Til hvers erum við að þessu? Eigum við að setj- ast fyrir framan myndbandstækið heima eins og hinir og láta þetta eiga sig, eða er þetta einhvers virði? Við vildurn fá álit nokkurra lykilmanna, svo sem fulltrúa Unglingaheimilis rík- Að hálfu UMFÍ flutti Ólína Sveinsdóttir stjórnarmaður ávarp á ráðstefnunni. Hér sést hún á tali við Reyni Karlsson, íþrótta- fulltrúa ríkisins. isins, lögreglunnar, skólans, foreldra og bama svo og fleiri. Við vildurn einnig velta því fyrir okkur hvort íþrótlahreyfingin sé hug- anlega á villigötum, hvort of mikil á- hersla sé lögð á keppnisíþróttir, afrek og bikara. Það var álit flestra að við værum komin aðeins of langt í þeim efnum. En það var eindregin áskorun til okkar að halda áfram og vera ineð fleiri ráðstefnur af þessu tagi, því þetta sé aðeins byrjunin á þeirri umræðu sem koma skuli.“ Bein fylgni Kolviður sagði margt merkilegt hafa komið fram á ráðstefnunni, meðal ann- ars sú fullyrðing frá skólstjórum að bein fylgni sé með íþróttaiðkun og ár- angri í námi. Fulltrúi lögreglu hefði haft sömu sögu að segja, að þeir sem væru illa komnir vegna afbrota og vímuefnaneyslu leggðu ekki stund á íþróttir. „Öflugasta vopnið gegn vímu- efnum og til að byggja upp unglinga sem komnir eru inn á Unglingaheimili ríkisins er að koma viðkomandi í íþróttir,“ sagði Kolviður. „Hins vegar býður íþróttahreyfingin ekki upp á neitt í slíkum tilvikum. Þeir sem um ræðir verða að kaupa sig inn á líkams- ræktarstöð. Þarna erum við aftur kom- in að spurninginni: Til hvers erum við að þessu? Erunt við að þessu til að búa til eintóma afreksmenn í íþróttum? Erum við að þessu til þess að byggja upp hinn almenna borgara? Þarna þyrfti að tengja saman íþrótta- kennslu í skólum, líkamsræktarstöðv- arnar og íþróttahreyfinguna í heild, þannig að þessir aðilar ynnu markvisst saman. Menn eru alltaf tilbúnir til að stofna ný samtök, t.d. gegn vímuefnum, svo og ný félög. Aður en við vitum af eru risin upp svo og svo mörg félög sem öll þykjast vera að vinna að sama efn- inu, en talast ekki við. Fyrsta árið fær viðkomandi fjánnagn frá hinu opin- Á ráðstefnunni var varpað fram þeirri spurningu hvort of mikil áhersla sé lögð á keppnisíþróttir. Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.