Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 10
ár. Óhætt er að spá henni þreföldum
sigri, í 100 m, 400 m og 100 m grinda-
hlaupi. Tvísýnust verður þó keppnin í
grindahlaupinu, en þar munu þær Snjó-
laug Vilhelmsdóttir, Þuríður Ingvars-
dóttir og Þórdís Gísladóttir sækja hart
að henni. Sunna er þeirra langfljótust,
en hefur ekki eins góða tækni. Ekki má
afskrifa Snjólaugu í 400 m, en hún hef-
ur sýnt að það er líklega hennar fram-
tíðargrein.
A myndinni er Gunnlaugur Skúlason í
forystunni í 5000 m hlaupinu á landsmóti
UMFl 1992. Nær hann að verja titil sinn á
Laugarvatni?
Millivegalengda-
og langhlaup kvenna
Fríða Rún Þórðardóttir mun að öll-
um líkindum sigra þrefalt. Það er engin
stúlka sem er líkleg til að veita henni
keppni í 800 m, 1.500 m eða 3.000 m.
Fríða Rún og Margrét Brynjólfsdóttir
háðu harða keppni á síðasta landsmóti
UMFÍ, en Margrét er ekki í sama
keppnisformi og áður. Um önnur verð-
launasæti gæti orðið mikil barátta milli
Laufeyjar Stefánsdóttur, Margrétar
Brynjólfsdóttur, Hólmfríðar A. Guð-
mundsdóttur og Guðrúnar Báru Skúla-
dóttur.
Boðhlaup kvenna
Ekki er auðvelt að spá um boð-
hlaupin. HSK er þó líklegast til að
vinna stutta boðhlaupið og í lengra
boðhlaupinu mun 400 m sprettur
Sunnu fyrir USAH og Snjólaugar fyrir
UMSE hafa mikla þýðingu. Sveit
UMSE er jafnari og ætti því að hafa
sigurinn.
Stökk kvenna
Sunna Gestsdóttir hefur alla burði til
að vinna langstökkið, hafi hún tíma og
þrek til að taka þátt í því með öllum
hlaupunum. Snjólaug hefur heldur dal-
að, en getur hitt á 5,70-5,80 m stökk. í
hástökki er Þórdís Gísladóttir líklegur
yfirburðarsigurvegari. Hún hefur verið
að stökkva reglulega yfir 1,80 m und-
anfarið og er mjög örugg keppnis-
manneskja.
Spurning hvort hin 16 ára Vala
Flosadóttir, sem búsett er í Svíþjóð
kemur á mótið, en hún hefur best
stokkið 1,74 m. Að öðrum kosti verður
mikil keppni um annað sætið.
Köstkvenna
Erfitt er að ráða í kúluvarp kvenna,
sem er í mikilli lægð um þessar mund-
ir. Hver sú sem getur kastað 12 m mun
sigra. Heyrst hefur að Guðrún Ingólfs-
dóttir hafi dregið fram keppnisskóna á
ný og verður hún að teljast líklegur
sigurvegari í kúluvarpi og kringlukasti.
Um næstu sæti er erfitt að spá og má
búast við harðri keppni um verðlaunin.
Spjótkastkeppnin verður hins vegar
Þórdts Gísladóttir HSK.
Frjálsíþróttamenn hafa gjarnan tek ið þátt
í starfshlaupum. A myndinni má sjá
Jóhannes Oltósson fyrrver andi formann
UFA, leysa drykkjar þrautina.
spennandi. Þar geta þrjár konur sigrað í
fjarveru írisar Grönfeldt, sem er barns-
hafandi. Reynsla og keppnisharka
Birgittu Guðjónsdóttur mun vafalaust
vega þungt á metunum þegar á hólm-
inn er komið.
Karlar
100 m
1. Jón Arnar Magnússon, UMSS
2. Helgi Sigurðsson, UMSS
3. Kristján Friðjónsson, UMSK
400 m
1. Egill Eiðsson, UMSK
2. Aðalsteinn Bernharðsson, UMSE
3. Ingi Þór Hauksson, UMSK
800 m
1. Sigurbjörn Arngrímsson, HSÞ
2. Sveinn Margeirsson, UMSS
3. Rögnvaldur Ingþórsson, UMSE
1.500 m
1. Sigmar Gunnarsson, UMSB
2. Rögnvaldur Ingþórsson, UMSE
3. Sveinn Margeirsson, UMSS
5.000 m
1. Sigmar Gunnarsson, UMSB
2. Gunnlaugur Skúlason, UMSS
3. Rögnvaldur Ingþórsson, UMSE
110 m grindahlaup
1. Jón Arnar Magnússon, UMSS
2. Ólafur Guðmundsson, HSK
3. Egill Eiðsson, UMSK
10
Skinfaxi