Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.05.1994, Blaðsíða 35
námskeið í ferðaþjónustu, landbúnað- arhagfræði, sauðfjárrækt, vaxta- og verðbréfareikningum, siglingafræði og markaðssetningu. Þá má nefna nokkra áfanga í fram- haldsskóla, svo sem í ensku, dönsku, þýsku og tölvubókhaldi. Nemendur skólans fara síðan í stöðupróf og fá ár- angurinn metinn til eininga. Þá hefur verið hægt að kaupa námskeið í teikn- ingu, sem er góður undirbúningur fyrir frekara listnám eða próf í Myndlista- og handíðaskólanum. Námskeið í sál- arfræði fyrir almenning hefur verið vinsælt, auk þess sem boðið er upp á enskunámskeið fyrir blinda og sjón- skerta. Loks má nefna námskeið í ís- lensku fyrir útlendinga. / stærra samhengi „UMFI hefur dreift miklu efni fyrir okkur og kynnt skólann,“ sagði Guð- rún. „Eg sé fyrir mér að félagsmenn einstakra ungmennafélaga eða aðrir hópar innan hreyfingarinnar gætu tekið sig saman, keypt námskeið og verið í eins konar bréfahringum, sem eru vel þekktir í öðrum löndum. í slíkurn til- vikum er gefinn afsláttur, auk þess sem fólk er miklu duglegra þegar það hefur stuðning hvert af öðru. I Svíþóð hefur verið farið af stað með fjarnám fyrir íþróttahreyfinguna. Eg keypti þetta námskeið að gamni mínu til þess að skoða það, því ég taldi að ég gæti fengið íþróttahreyfinguna hér, þar með talið ungmennafélags- hreyfinguna, til þess að koma sinni fræðslu í slíkt form. Þetta námskeið inniheldur fræðslu fyrir alla sem hafa áhuga á íþrótta- hreyfingunni og íþróttum, ekki síst fyr- ir börn og unglinga. Það er að nokkru leyti byggt upp á íþróttasálfræði, fræðslu um þroskaferil barna og ýmsu öðru sem þjálfarar þurfa á að halda. Þarna eru ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra. Fólk er farið að gera kröfur um íþróttalegt uppeldi barna sinna. Nú er ekki eingöngu um að ræða metnað í þá átt að börnin verði einhverjar íþrótta- stjörnur, heldur að íþróttirnar veiti þeim gott veganesti í lífinu. Mér finnst að íþróttahreyfingin í landinu ætti að gera átak í þessa veru þannig að hún yrði betur metin af fólki.“ Sundlaugin Laugarvatni Opnunartími í 3. sept. til 1. maí Virka daga: Mánudaga til föstudaga:opið frá kl. 18.00 til 21.00 (Monday - friday open 18.00 - 21.00) Um helgar: laugardaga: opið frá 10.00 til 18.00 sunnudaga: opið frá 13.00 til 18.00 (saturday: open 10.00 - 18.00) (sunday: open 13.00- 18.00) Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.