Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1996, Qupperneq 33

Skinfaxi - 01.08.1996, Qupperneq 33
engan tíma til að sakna íslands eða neins annars ef út í það er farið. Það var margt sem ég prófaði að gera; smíða úr tré og járni, leggja net og skera fiskana sem lentu í þeim, vinna í býflugunum, spila og leika næstum allar gotlensku séríþróttirnar og synda í 14 gráðu heitum sjónum. Strákurinn átti afar myndarlegt vopnasafn og maðurinn átti tvær haglabyssur. Ég kastaði einnig búmerang, skaut af lásboga, haglabyssu og indíánablásturspíu. Við keyrðum einnig um mikið af Gotlandi, fórum í sirkus og á burtreiðar. Þá gengum við í gegnum skógarsvæði sem fyrir nokkrum árum hafði brunnið í stórum skógareldi, en var smám saman að ná á sér eftir áfallið - það var það fallegasta sem ég sá í Svíþjóð fyrir utan kvenfólkið. Stanslaust stuð Þá var komið að landsmóti 4H í Kalmar 19. - 26. júlí. Það var þannig upp sett að hvert „Lan" (fylki eða sýsla) hafði afmarkað svæði fyrir sín tjöld og allir höfðu sitt þema. Við „iffararnir" vorum nú allir saman komnir og í hópinn höfðu bæst tvö frá Bandaríkjunum og ein frá Lúxemborg. Þema okkar var að vera geimverur eins og við höfðum áður ákveðið en saman vorurn við látin setja upp sýningu fyrir Svíana og heppnaðist hún mjög vel. Þessi vika var stanslaust stuð. Ég og Hollendingurinn gátum báðir talað sænsku og okkur kom afar vel saman við Svíana. Þar sem Skánn tilheyrði Danmörku fyrri tíð voru margir hinna Svíanna sem sungu stöðugt að það ætti að sameina þetta svæði Danmörku á nýjan leik (svona til að stríða Skánungunum aðeins). Hugmyndin féll vel í kramið hjá mér og ég gerðist svo djarfur að strika yfir „Malmöhuslan" (Malmö er höfuðborg Skáns) og skrifaði Danmark í staðinn. Annars lét ég eins og fífl alla vikuna mér og öðrum til mikillar skemmtunar (nema kannski skoska „iffaranum" sem var alltaf jafn hneykslaður á öllu sem var fyndið eða skemmtilegt). Ég sýndi til dæmis Tea- Kwon-Do á skemmtikvöldi og fór á kostum á öllum þremur diskótekunum sem voru haldin þessa vikuna. Einn morguninn fékk ég eftirfarandi bréf: „Karlsbrev, Rökkvi, IFYE, jag er sa nyficken pa din fysiska form, möt mej pa dansgolvet, sa kan vi nok twista." Ekki feiminn við flórinn Að öllu þessu loknu var aðeins ein fjölskylda eftir, en hún var einmitt á Skáni. Konan var meira að segja æðsti foringi 4H í Malmöhuslan en þau hjónin voru á sextugsaldri og áttu eina 18 ára dóttur sem var þó lengst af á Italíu með kærastanum sínum. Maðurinn var svínabóndi og átti mikið af kjötsvíni en þarna vann ég töluvert í svína- búskapnum og lærði að það þýddi ekkert að vera feiminn við flórinn. Við keyrðum mikið um Skán og ég synti mikið í Eystrasaltinu. Ég smakkaði ferskvatnshumra og Surtrömming, sem ég veit eiginlega ekki alveg hvað er, en það er mjög þjóðlegur fiskréttur hjá Svíum. Ég gisti einnig hjá systur konunnar í Malmö meðan á Malmö- hátiðinni stóð. Ég hitti manninn sem veiddi stærsta fisk sem veiðst hefur á línu en það var hvíthákarl sem var um tonn á þyngd og ég fékk að sjá kjálkana úr skrímslinu. Móðurbróðir minn sem var að vinna í Eslöv kom í heimsókn á bæinn eina helgina. Síðasta verkið Mitt síðasta verk í Svíþjóð áður en ég fór til Danmerkur var að gera út af við allstórt geitungabú sem hékk frá þakinu á verkfæraskemmu í garðinum þeirra. Ég sauð vatn í potti, stóð upp á stól og baðaði litlu greyin aðeins. Síðan tók ég búið niður og kom með það heim í krukku til minja. Sama dag fór ég til Danmerkur og gisti hjá vinafólki í Slagelse áður en ég flaug heim frá Kastrup. Sérsmíðum allar tegundir trélista sem óskað er eftir, fljótt og listavel. Eigum liival ódýrra skrautlista á lager. Smíðum einnig nánast hvað sem er, svo sem hurðir glugga og margt fleira. A Veljum íslenska framleiðstu Okkur er margt til lista lagt LISTASMÍÐI SF. SÚÐARVOGI 9-104 REYKJAVÍK SÍMAR 588 9133 OG 85 32532 g Við framleiðum endingargóðar flaggstangir úr tré Strandgötu M, 735 Eskifjörður Símar: 476-1399, 476-1499, fax: 476-1599 Farsímar: 852-1599, 852-4935, 854-8499 Hópferðir: 10-65 manna bílar Snjóbíllinn Tanni Trukkurinn Valgeröur Lúxusbíllinn Drottningin Gamla góða Guðríður Umboð: Sjóvá Almennar Framkvæmdastjóri: Sveinn Sigurbjarnarson

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.