Skinfaxi - 01.12.1999, Side 6
Nýr framkvæmdastjóri hjá íslenskri Getspá
Verðum að hafa
söluvæna vöru
Bergsveinn Sampsted er ný-
tekin til starfa sem fram-
kvæmdastjóri íslenskrar Get-
spá og íslenskrar Getrauna.
Bergsveinn þekkir vel til
fyrirtækisins þar sem hann vann hjá
Getspá sem markaðsstjóri í fimm ár á
árunum 1989 til 1994. Síðan skipti hann
um gír og gerðist markaðs- og
þjónustustjóri hjá Europay, sem er
umboðsaðili Eurocard og Mastercard,
en var svo ráðinn framkvæmdastjóri hjá
Getspá eins og áður sagði fyrr á þessu
ári. Bergsveinn er 33 ára gamall og er
giftur Hrönn Sveinsdóttur en saman
eiga þau tvo stráka. Hann er viðskipta-
fræðingur að mennt og útskrifaðist með
B.S. próf frá Háskóla í Suður-Karolínu.
Hans áhugamál þessa dagana er
aðallega barnauppeldi en hann gefur
sér þó alltaf tíma til að skreppa á skíði
og stunda líkamsrækt. En fylgir það
ekki framkvæmdastjórastarfinu að
spila golf?
„Jú, ætli maður verði ekki að fara að
snúa sér að því aftur. Ég var mikið í
golfinu fyrir nokkrum árum en hef ekki
haft nægan tíma til að sinna því á
undanförnum árum”.
- Er framkvæmdastjórastarfið svipað
og þú áttir von á?
„Ég bjó að því að hafa unnið hérna áður
og vissi
nokkuð vel að
hverju ég var
að ganga.
Þetta er lítið
fyrirtæki þar sem
allir ganga í störf
hvers annars og
hjálpast að við
það sem þarf að
gera. Ég held
samt að það hafi
verið gott fyrir mig
að hafa starfað í
öðru umhverfi
eins og hjá Euro-
pay þar sem ég
lærði miklu
agaðari vinnu-
brögð sem ég
held að eigi eftir
að hjálpa mér
sem framkvæm-
dastjóra hér.”
- í hverju felst
starfið?
„í rauninni er það í
mínum verkahring
að halda utan um
alla hluti hér
innanhúss. Þetta
er sölufyrirtæki
þar sem allt veltur
á því hvernig
gengur að selja
og ég mun
einblína mikið á
söluhliðina og
leita þar leiða til
að auka vinsældir Lottós. Við erum með
ákveðnar vörur í höndunum og það er í
okkar verkahring að þessar vörur verði ekki
úreldar - við verðum að standa vörð um
vöruþróun og hafa söluvænar vörur í
framtíðinni.”
Nú er
samkeppnin á
þessum mark-
aði alltaf að
aukast. Það
eru komnir
spilakassar í
hverja sjoppu,
skafmiðar af
öllum gerðum
og ýmislegt
fleira. Finnið
þið eitthvað
fyrir því að
salan hafi minnkað hjá ykkur?
„Já, salan á bæði Víkingalottóinu og
Lottóinu dróst saman á síðasta ári en við
höfum náð að bæta við okkur á annan veg
eins og með tilkomu Jókersins. Það má
eiginlega segja að við höfum unnið upp
lægri sölutölur af Lottóinu með Jókernum.
Það, ásamt verðhækkunum og hagræð-
ingu í rekstri, hefur skilað því að fyrirtækið
hefur verið að skila svipaðri afkomu til
eignaraðila og undanfarin ár. Það er hins
vegar ekki hægt að neita því að það er
áhyggjuefni að sala hefur farið minnkandi.
Ég vil samt ekki bara kenna því um að
samkeppnin á happadrættismarkaðnum sé
meiri heldur líka því að framboðið á hinni á
ýmiskonar afþreyingu er orðið svo mikið.
Það má til dæmis nefna það að þegar
Lottóið byrjaði fyrir þrettán árum var bara til
ein sjónvarpsstöð, miklu færri veitingahús
og annað í þeim dúr. Ég lít svo á að þetta
hafi allt sín áhrif.”
- Nú er alltaf verið að tala um þetta
blessaða góðæri hér á landi. Finnið þið
eitthvað fyrir því að almenningur spili V
minna þegar hann er með meiri peninga
á milli handanna - þá á ég við að fólki
finnist það kannski þurfa minna á
Lottóvinningi að halda.
„Við erum ekki frá því að í góðæri spili fólk
minna og þegar illa árar spili fleiri.
Sveiflurnar eru ekki miklar en við finnum þó
fyrir einhverjum sveiflum en það er kannski
erfitt að átta sig á skýringunni hverju sinni.”
- Nú var farinn sú leið að bjóða Lottóið í
Þegar allt
kom til alls
var það mun
hagstæðara
fyrir okkur að
semja við
Stöð2
6
i