Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.2001, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.04.2001, Qupperneq 20
Björn Ármann Ólafsson formaður ÚÍA Er Landsmótið lyftistöng fyrir íþróttalífið á Austurlandi? ,,Já, ég held það. Ég reikna með því að það verði 190 manns sem keppa fyrir hönd UÍA á mótinu. Við erum búin að vera að reyna að ná saman grunnliði í frjálsum íþróttum í nokkur ár. Við komum á fót úrvalshóp ÚÍA í frjálsum íþróttum sem hefur verið litið til á landsvfsu því þetta er eina Héraðs- sambandið sem hefur staðið að því. Þetta voru ungir krakkar þá og eru jú ung enþá. Sumir eru að nálgast tvítugt og alveg niður í fimmtán, sextán ára. Þetta er uppistaðan í okkar keppnisliði núna. Ég held að Lands- mótið hafi gert það að verkum að þetta var gert og þessir krakkar væru ekki í þessu í dag ef þetta væri ekki framundan, ég held að það sé alveg Ijóst. Það er náttúrulega verið að keyra hinar íþróttirnar líka upp í dag. Við erum líka að halda námskeið. Við vorum að halda dómaranámskeið í frjálsum íþróttum, ég hefði að vísu viljað sjá fleirri þáttakendur en það voru þó tlu manns sem að tóku þátt og fengu dómararéttindi í frtjálsum íþróttum. Þannig að ég held að þetta hafi góð áhrif á íþróttalífið, fyrir utan auðvitað aðstöðuna sem er að byggjast upp og á eftir að virka ómælt inn í íþróttalífið í framtíðinni. Hingað koma mót sem aldrei hafa komið hingað áður og nú þegar er byrjað að vinna að því innan ÚÍA að ná hingað meistaramótinu í frjálsum íþróttum. Þannig að ég held að við séum komin á kortið. Ég get nefnt eitt dæmi í viðbót um þetta. Við höfum verið að fá merka þjálfara hingað til að þjálfa úrvals- hópinn okkar meðal annarra Gísla Sigurðs- son, Gunnar Þál Jóakimsson og fleiri. Þeir hafa sagt eftir að hafa komið inn á völlinn eftir að gerviefnið var lagt á hann, að völlurinn, umgjörðin og allt það sem þarna er verði þess valdandi að menn vilji koma hingað bæði til æfinga og keppni. Gunnar Páll sem þjálfar hjá ÍR, sagði það að hann myndi kynna þetta sem stað til að koma á því þessi völlur hefði það sem sennilega enginn völlur hefði á íslandi, samanburð við erlenda aðstöðu, bara út af umgjörðinni." Kemur UÍA sterkt til leiks í Landsmóts- keppninni sjálfri? ,,Já ég held það. Stefnan er að ná allavega þriðja sætinu í heildarkeppninni og vonandi náum við þvl. Við erum með mjög sterk lið á mörgum sviðum. Frjálsíþróttaliðið er sterkt. Þessir krakkar hafa verið að keppa við þá bestu í landinu á meistaramótum og hafa þar verið í keppni um verðlaunasæti þannig að ég held að við komum með mjög sterkt lið til leiks.“ Hvaöa fleiri greinar getur þú séö fyrir þér þar sem þiö verðið í toppbaráttunni? ,,Ég reikna náttúrulega með því að við vinnum blakið bæði í karla og kvenna flokki. Handboltinn hefur nú ekki verið stundaður mikið og fast hérna en það er samt gamall kjarni hérna þannig að það gæti alveg gengið ágætlega þar. íþróttir fatlaðra sem eru til stiga núna. Við eigum mjög harðsnúið lið þar þannig að ég býst við að þeir skili góðu og hali inn stig. Fótboltinn er alltaf spurningarmerki og hefur verið á Landsmótum þannig að menn gætu bæði fengið gott og slæmt út úr því. Við stóðum okkur vel í skákinni síðast og ég á alveg eins von á að það geti gengið vel núna. Við eigum mjög harðsnúið Bridge lið sem gæti halað inn stig og þannig mætti áfram telja. Ég held að við eigum bara nokkuð harsnúið lið í flestum íþrótta- greinum." Austurlandiö einkennist af sjávarþorp- um og dreiföri byggö, hvaö meö starfs- íþróttirnar? „Jú, jú, við komum til með að keppa í línubeitingu á Fáskrúðsfirði og það er nú þegar verið að leita að þeim bestu sem við eigum hér á svæðinu. Ég hef ekki trú á öðru en við náum góðu þar því að hér eru þaulvanir beitingamenn sem standa sig vel. Svo er það dráttarvélarakstur. Ég hef ekki trú á öðru heldur en að þetta landbúnaðar- hérað skili okkur einhverjum góðum þar inn. Nú stafsetningu, það eru auðvitað skólarnir og spurningin um þá. Síðan er það gróðursetning, við keppum í henni og ég held að aðrir eigi ekki betri menn í því og þjálfaðri heldur en einmitt við. Svo er það jurtagreining, þar höfum við nú átt vinningshafa oft og iðulega þannig að ég held að við komum mjög sterkir inn í starfsíþróttirnar. Fyrir utan það að upphafið að starfsíþróttum er sennilega á Austurlandi. Fyrsta skráða heimild um keppni í starfsíþróttum eða „vinnubrögðum" eins og þær voru kallaðar þá eru frá Landsmótinu á Eiðum 1952.'' Hverjar eru væntingar ykkar til mótsins? „Þær eru fyrst og fremst að það takist vel til við að halda þessu gangandi. Við byggjum þetta upp á því að við hugsum fyrst og fremst um íþróttirnar og framkvæmd íþróttamótsins. Þjónustuaðilar á svæðinu hugsa um annað. Markaðsstofa Austur- lands sér um tjaldstæði fyrir almenning. Þeir aðilar sem eru með veitingasölu sjá um veitingasöluna í kringum Landsmótið. í einhverjum tilfellum er það eitthvert íþróttafélag, en gegnumsneitt eru það þeir aðilar. Öll þjónusta í sambandi við skemm- tanir verður í höndum þeirra fyrirtækja sem eru á staðnum að undanskilinni kvöldvöku sem að við stöndum að. Svo er það eitt aðalsmerki sem að við höfum lagt fyrir og það er vímuefni og vímuefnavarnir. Við erum búin að setja upp vímuvarnarstefnu fyrir Landsmótið sem að byggir á því að það verða ekki notuð vímuefni af neinu tagi hvorki lögleg né ólögleg á Landsmótinu. Við ætlum að bjóða upp á þjónustu fyrir fólk sem vill nota tækifærið og t.d. hætta að reykja. Starfsmenn frá Heilbrigðisstofnun Austurlands verður tilbúið að aðstoða fólk til að gera það ef það vil nota þetta tækifæri til þess.“ Viltu spá einhverju um úrslit mótsins? „Ja, ég veit það ekki, ætli það verði ekki einhverjar breytingar núna. Ætli HSK verði ekki að sætta sig við annað sætið núna. Það eru náttúrulega þessi stóru félög sem keppa um toppinn þannig að það er kannski erfitt um það að segja og spá því öðuruvísi en að það kemur nýr aðili sem tekur toppinn." SkjáVflrp 20

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.