Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 5
Stuttar fréttir Stuttar fréttir Stuttar fréttir Leiðtogaskólinn í fyrra fór UMFÍ af stað með Leiðtogaskól- ann og haldin voru þrjú námskeið í leiðtog- aþjálfun þar sem hátt í 100 manns tóku þátt. Ákveðið hefur verið að halda öll nám- skeið UMFÍ undir nafni Leiðtogaskólans. Nú í vetur verða haldin tvö mismunandi námskeið. Það fyrra er Formannanámskeið ætlað formönnum og stjórnarmönnum félaga. Á þessum námskeiðum er meðal annars farið í eftirfarandi: Verkaskiptingu í stjórn og hvernig virkjum við stjórnarmenn og félaga, markvissari fundi, listina að hafa áhrif á fólk, nýjungar í starfi UMFÍ (fram- kvæmdastjóri UMFÍ og kynningarfulltrúi UMFÍ), styrkjamöguleika, Björn B.Jónsson formaður UMFÍ er með fyrirlestur um hlutverk og tilgang ungmennafélaga. Fyrsta námskeiðið af sex sem halda á í vetur var haldið í Þjónustumiðstöð UMFÍ í nóvember og tókst í alla staði vel. Næstu námskeið verða haldin eftir áramót á þjónustumiðstöðvum UMFÍ á Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri, Isafirði og Borgar- nesi. Seinna námskeiðið er leiðtogaþjálfun Leiðtogaskólans sem er fimm daga nám- skeið þar sem þátttakendur eru markvisst þjálfaðir til þess að geta tekið að sér forystu jafnt í félagsstarfi sem á öðrum vettvangi í þjóðfélaginu. I leiðtogaþjálfuninni er með- al annars tekið á eftirfarandi þáttum: Framkoma, listin að hafa áhrif á aðra, leið- togafræði, samskipti og erfið samskipti, fjölmiðlar og hvernig nýtum við okkur þá, rökræður, samningatækni, markmiða- setning, virkjum fólk, stjórnunarleikir o.fl. Fyrstu þrír dagarnir af fimm voru haldnir í Þjónustumiðstöð UMFÍ í lok nóvember en seinni hlutinn verðu svo um mánaðar- mótin janúar-febrúar. Nýr fræðslustjóri hjá UMFÍ Á síðasta Sambandsþingi UMFÍ í Stykkis- hólmi var samþykkt að leggja meiri áhers- lu á fræðslumálin hjá hreyfingunni. I framhaldi af þvi var Valdimar Gunnarsson ráðinn fræðslustjóri UMFÍ nú í haust. Valdimar hefur starfað á skrifstofu UMFÍ síðastliðin 2 ár við ýmiskonar störf auk þess að vera framkvæmdastjóri fyrir NSU. Jólagleði og skötuveisla Jólasveinarnir á Ingólfsfjalli koma til byggða Á hverju ári í byrjun desember þegar jólasveinarnir sem búa í Ingólfsfjalli koma til byggða og kveikt er á stóra jólatrénu á Tryggvatorgi er Ungmennafélag Selfoss búið að undirbúa komu þeirra vandlega. Búið er að reisa risa jólatré á Tryggvatorgi, skreyta það jólaljósum og koma fyrir palli með hljóðkerfi á torginu og harmónikkuleikarar eru þar tilbúnir. Jólasveinarnir 13 eru sóttir að fjallsjaðrinum á rútu sem skreytt er jólaljósum og þessir kallar kunna nú ekkert að sitja stilltir í svona tæki, klifra bara upp á þak eða hanga utan á rútunni og svona koma þeir keyrandi inn í bæinn. Allir sem vettlingi geta valdið þyrpast niður á torg. Þegar rútan nálgast Ölfusárbrúna er spennan orðin gríðarleg og allir reyna að komast sem næst sveinunum, þeir láta eins og jólasveinar, hrista og skekja rútuna og það tekur góða stund fyrir þá að komast alveg niður á torgið. Það verða náttúrulega fagnaðarfundir þegar þeir hitta börnin því það er heilt ár liðið frá því þeir voru á staðnum síðast og allir syngja og dansa kringum jólatréð og sveinarnir gefa sér góðan tíma til að spjalla við börnin. Nokkrir sveinanna fara upp á pall og heilsa upp á hljóðfæraleikarana og prufa að syngja í taltækin og síðan er kveikt á jólatrénu. Grýla og Leppalúði ásamt Lepp og Skrepp koma líka með, en þau láta sér duga að dansa upp á þaki hótelsins, sem er þarna rétt hjá, þau vilja ekki koma nær svo þau hræði ekki börnin því þau eru sko ferleg ásýndum með gríðarlega stóra hausa. Þegar skemmtunin er búin kveðja sveinarnir því þeir þurfa að fara að undirbúa jólin betur og allir fara glaðir heim tilbúnir í jólaundirbúninginn. Þessi stund er alveg einstaklega skemmtileg og það er sennilega einsdæmi á landinu sú mikla nálægð við jólasveinana sem börnin á Selfossi fá að njóta. Ungmennafélagið hefur séð um þessa skemmtun í 24 ár. Það eru um 35 ungmennafélagar sem bregða sér í búning á hverju ári einu sinni eða oftar og auk þerra er mikill fjöldi manna sem sjá um að aðstoða sveinana svo þetta gangi allt vel fyrir sig en auk „Innkomu Jólasveinanna" eins og þessi stund er kölluð mæta jólasveinar þar sem óskað er eftir þeim, yfirleitt 4 í einu. Fyrir síðustu jól mættu þeir á 24 jólaböll eða í verslanir og á sjálfan aðfangadagsmorgun fóru 28 jólasveinar um bæinn og afhentu pakka í 180 hús. Þrettándagleði Ungmennafélag Selfoss skipuleggur líka glæsilega Þrettándagleði, þar sem jólin eru kvödd. Allir bæjarbúar safnast saman við Tryggvaskála kl. 20:00. Þaðan er gengin blysför upp á íþróttavöll. í fararbroddi er dreginn vagn með Grýlu og Leppalúða, Lepp og Skrepp, og þar á eftir ganga 13 jólasveinar með stóra kyndla. Álfadrottning og álfakóngur, álfar og tröll mæta líka í gönguna. Á íþróttavellinum er búið að reisa stærðarinnar bálköst sem kveikt er í þegar gangan kemur uppeftir, spiluð er álfatónlist og jólalög og allir syngja með. I lokin er svo glæsileg flugeldasýning.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.