Skinfaxi - 01.12.2002, Side 15
Ungmennafélagi genr það gott í Noregi
Katrín Jónsdóttir knattspyrnukona og læknanemi
Þess vegna ákvað ég að leggja
skóna á hilluna
Ein besta knattspyrnukona landsins og fyrrverandi leikmaður Breiðabliks, Katrín Jónsdóttir landsliðskona og
atvinnumaður með Kolbotn í Noregi, hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna. Skinfaxi hafði samband við Katrínu og
komst að því hvers vegna. Þá segir Katrín einnig frá góðu gengi kvennalandsliðsins.
Texti: Skapti Örn Jónsson Myndir: Sigurjón Ragnar
Segðu mér aðeins frá sjálfri þér, hvenær þú byrjaðir að
stunda knattspyrnu og með hvaða liðum þú hefur leikið?
„Ég er 25 ára og bý í Noregi þar sem ég er á 5, ári í læknisfræði.
Ég byrjaði í fótbolta 8 ára gömul með liði sem heitir Koll (Noregi).
Síðan flutti ég til íslands 11 ára gömul og spilaði með Breiðabliki til
1997 fyrir utan eitt ár sem ég spilaði með Stjörnunni. Prá haustinu
1997 hef ég spilað með Kolbotn í Noregi."
Nú ertu atvinnumaður í Noregi en ert líka þar við nám.
Hvernig hefur dvölin verið og hvernig sækist námið? „Mér
líkar mjög vel í Noregi og er ekki á leið heim á næstunni (er
komin með norskan kærasta). Það er samt erfitt að segja. Eina
stundina ætla ég heim og þá næstu vil ég vera hér. Tíminn verður
bara að leiða það í ljós. Námið hefur gengið vel hingað til en ég
finn núna að ég hef lítinn tíma til að einbeita mér að fótboltanum
eins og ég vildi gera. Þess vegna legg ég skóna á hilluna núna."
Hvernig er að vera Noregsmeistari? Er mikill munur á
deildunum hér heima og þarna ytra? „Það var frábært að
verða Noregsmeistari. Við vorum með mjög gott lið og ég vil
meina að við höfum verið með eitt besta lið Evrópu á síðasta
tímabili. Það er virkilega gaman að hafa verið hluti af því. Það er
þó nokkuð mikill munur á þessum 2 deildum. Knattspyrnan er
hraðari hér í Noregi og hvert lið hefur fleiri góðum leikmönnum á
að skipa enn á íslandi. Það eru samt leikmenn heima á íslandi sem
myndu gera það mjög gott hérna. Það hefur landsliðið sýnt og
sannað."
Hverjir eru þínir mestu sigrar og töp á knattspyrnuvellin-
um í gegnum tíðina? „Ég man lítið eftir töpum!! En það sem er
eftirminnilegast er jafntefli landsliðsins við Bandaríkin 2000 og svo
hefur þetta ár verið frábært. Landsliðið hefur unnið þjóðir eins og
Ítalíu, Spán og gert jafntefli við Rússa og Englendinga sem er
góður árangur. Svo má ekki gleyma Noregsmeistaratitlinum sem
er mjög gaman að vinna."
Hvað ætlar þú að gera hvað varðar knattspyrnu næsta
sumar? ,,Ég hef ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þó svo ég
viðurkenni fúslega að ég viti að það eigi eftir að verða erfitt."
Hvað með landsliðið? „Ég hef mikla trú á lanðsliðinu. Ef haldið
verður eins vel utan um þetta og viljinn er fyrir hendi, sem ég veit
að er þar, er allt hægt. Ég vona að Jörundur haldi áfram með
landsliðið. Hann hefur virkilega aukið sjálfstraust okkar og haft trú
á okkur. Það að við fáum leyfi til að spila sóknarbolta er mjög
mikilvægt að mínu mati.''
Hvernig er staða kvennaknattspyrnunnar á íslandi? „Hún
er góð, við erum í 9. sæti á lista yfir bestu knattspyrnuþjóðir í
Evrópu. Það verður bara að halda áfram og hafa trú á því að við
getum þetta. Það er líka mjög gott að sjá að það eru svo margar
ungar og efnilegar knattspyrnukonur á leið upp."
Eru einhverjir peningar i spilinu í atvinnumennskunni í
Noregi? „Það er mismunandi. Kolbotn hefur borgað sínum
leikmönnum en það er mismikið. Aðrir klúbbar hafa ekki borgað
eins mikið. Þetta eru ekki miklir peningar, ég tek t.d. námslán. í
viðbót við þetta fá norsku landsliðsstelpurnar styrk frá Norska
knattspyrnusambandinu.'1